Um elliglöp Steinunn Þórðardóttir og María K. Jónsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Þórðardóttir Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun