Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2017 07:00 Leiðtogi Mjanmar mætti á allsherjarþingið í fyrra en ætlar að sitja hjá í ár. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira