Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 17:09 Viðreisn hafði ekki gefið út hvort að hún myndi taka þátt í starfsstjórn eftir stjórnarslitin. Vísir/Anton brink Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira