Var beittur þrýstingi og segir Hjalta Sigurjón hafa svikið loforð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2017 10:37 Sveinn segist hafa verið beittur þrýstingi hjá Kynnisferðum um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli. Vísir/Ernir Sveinn Eyjólfur Matthíasson, fyrrverandi yfirmaður Hjalta Sigurjóns Haukssonar hjá Kynnisferðum, segist hafa verið beittur þrýstingi um að veita honum meðmæli. Meðmælin hafi aðeins snúið að því að Hjalti væri stundvís og góður bílstjóri. Þá hafi Hjalti lofað því að meðmælin yrðu ekki notuð til annars en að sækja um starf hjá olíudreyfingarfyrirtæki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sveins til fjölmiðla í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sveinn kannaðist ekki við að hafa skrifað umsagnarbréf sem var hluti af umsókn Hjalta um uppreist æru. Í framhaldinu steig annar umsagnaraðili fram, Haraldur Þór Teitsson, og sagðist sömuleiðis hafa skrifað meðmæli fyrir Hjalta til að sækja um vinnu. Ekki uppreist æru.Hjalti fékk árið 2004 fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm ára og til sautján ára aldurs. Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/Hari Þriðji umsagnaraðili Hjalta Sigurjóns var Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra. Hann segir Hjalta Sigurjón hafa mætt með tilbúið bréf til sín. Benedikt hafi kvittað upp á það. Hjalti sagði við Vísi um helgina að hann hefði sjálfur skrifað tvö meðmælabréf af þremur. Þvertók hann fyrir að hafa falsað nokkuð. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í Fréttablaðinu í dag að Hjalti Sigurjón muni að óbreyttu halda æru sinni jafnvel þótt svo virðist sem tvö af þremur umsögnum hafi verið falsaðar. Forsenda fyrir uppreist æru eru tvær umsagnir. Haraldur Þór og Sveinn Eyjólfur þurfi að kæra Hjalta fyrir skjalafals til þess að einhverjar breytingar verði á því. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Að neðan má sjá yfirlýsingu Sveins í heild sinni Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum að ég, undirritaður, hafi veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli í tengslum við umsókn hans um uppreist æru. Þær upplýsingar eru ekki réttar.Fyrir nokkrum árum starfaði Hjalti Sigurjón sem bifreiðarstjóri hjá Kynnisferðum, meðan ég gegndi þar stöðu verkefnastjóra. Árið 2013, þegar í ljós kom að hann var dæmdur barnaníðingur, var honum sagt upp störfum. Þáverandi framkvæmdastjóri fór í kjölfarið fram á það við mig að hann yrði endurráðinn. Þeim fyrirmælum neitaði ég að fylgja. Nokkrum vikum síðar, í kjölfar fréttaflutnings af Hjalta Sigurjóni, fékk ég svo skilaboð frá stjórnendum fyrirtækisins um að ég réði þessu máli sjálfur og taldi ég því þá lokið. Nokkrum mánuðum síðar sótti Hjalti Sigurjón aftur um vinnu og framvísaði í því sambandi hreinu sakavottorði. Þáverandi rekstrarstjóri Hópbifreiða Kynnisferða hafði ekki verið upplýstur um sögu þessa máls, eða sögu Hjalta Sigurjóns, en ég gerði honum grein fyrir afstöðu minni að Hjalti Sigurjón ætti ekki að starfa við farþegaflutninga sökum fortíðar sinnar og tók hann undir þá niðurstöðu. Þáverandi framkvæmdastjóri kom í kjölfarið að máli við okkur og spurði hvort ekki væri eitthvað sem við gætum gert fyrir Hjalta Sigurjón, en við ítrekuðum, með vísan í fortíð hans, að það væri alls ekki ráðlegt. Í kjölfarið fór þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins þess á leit við mig að ég skrifaði fyrir Hjalta Sigurjón meðmælabréf. Ég varð ekki við því, en að einhverjum tíma loknum kom Hjalti Sigurjón tl mín og bað mig um að skrifa undir meðmælabréf sem hann hafði tilbúið. Ég las bréfið, sem var í heildina ekki mikið meira en tvær línur og á þá leið að hann væri stundvís og góður bílstjóri. Þetta stutta meðmælabréf var sannleikanum samkvæmt. Sökum þess þrýstings sem ég hefði verið beitur af yfirmönnum mínum skrifaði ég undir það. Það bréf var ætlað til stuðnings umsóknar hans um starf hjá olíudreyfingarfyrirtæki og lofaði hann því að bréfið yrði ekki notað til umsóknar um önnur störf. Afrit af meðmælabréfinu sem Hjalti Sigurjón skilaði inn vegna umsóknar sinnar um uppreist æru barst mér ekki fyrr en laugardaginn 16. september s.l. frá ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins. Ég ritaði ekki undir það meðmælabréf og kannast ekki við þá umsögn sem mér er ætluð. Ég neita því alfarið að ég hafi ritað meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón vegna umsóknar hans um uppreist æru og mér þykir miður hvernig sumir fjölmiðlar hafa reynt að bendla mig við þetta mál og svert æru mína í kjölfarið. er það ósk mín að þessi yfirlýsing hreinsi nafn mitt og fer ég þess á leit við fjölmiðla, almenning og stjórnvöld að ég verði ekki frekar bendlaður við þetta mál. Sveinn Eyjólfur Matthíasson Uppreist æru Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sveinn Eyjólfur Matthíasson, fyrrverandi yfirmaður Hjalta Sigurjóns Haukssonar hjá Kynnisferðum, segist hafa verið beittur þrýstingi um að veita honum meðmæli. Meðmælin hafi aðeins snúið að því að Hjalti væri stundvís og góður bílstjóri. Þá hafi Hjalti lofað því að meðmælin yrðu ekki notuð til annars en að sækja um starf hjá olíudreyfingarfyrirtæki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sveins til fjölmiðla í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sveinn kannaðist ekki við að hafa skrifað umsagnarbréf sem var hluti af umsókn Hjalta um uppreist æru. Í framhaldinu steig annar umsagnaraðili fram, Haraldur Þór Teitsson, og sagðist sömuleiðis hafa skrifað meðmæli fyrir Hjalta til að sækja um vinnu. Ekki uppreist æru.Hjalti fékk árið 2004 fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm ára og til sautján ára aldurs. Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/Hari Þriðji umsagnaraðili Hjalta Sigurjóns var Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra. Hann segir Hjalta Sigurjón hafa mætt með tilbúið bréf til sín. Benedikt hafi kvittað upp á það. Hjalti sagði við Vísi um helgina að hann hefði sjálfur skrifað tvö meðmælabréf af þremur. Þvertók hann fyrir að hafa falsað nokkuð. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í Fréttablaðinu í dag að Hjalti Sigurjón muni að óbreyttu halda æru sinni jafnvel þótt svo virðist sem tvö af þremur umsögnum hafi verið falsaðar. Forsenda fyrir uppreist æru eru tvær umsagnir. Haraldur Þór og Sveinn Eyjólfur þurfi að kæra Hjalta fyrir skjalafals til þess að einhverjar breytingar verði á því. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Að neðan má sjá yfirlýsingu Sveins í heild sinni Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum að ég, undirritaður, hafi veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli í tengslum við umsókn hans um uppreist æru. Þær upplýsingar eru ekki réttar.Fyrir nokkrum árum starfaði Hjalti Sigurjón sem bifreiðarstjóri hjá Kynnisferðum, meðan ég gegndi þar stöðu verkefnastjóra. Árið 2013, þegar í ljós kom að hann var dæmdur barnaníðingur, var honum sagt upp störfum. Þáverandi framkvæmdastjóri fór í kjölfarið fram á það við mig að hann yrði endurráðinn. Þeim fyrirmælum neitaði ég að fylgja. Nokkrum vikum síðar, í kjölfar fréttaflutnings af Hjalta Sigurjóni, fékk ég svo skilaboð frá stjórnendum fyrirtækisins um að ég réði þessu máli sjálfur og taldi ég því þá lokið. Nokkrum mánuðum síðar sótti Hjalti Sigurjón aftur um vinnu og framvísaði í því sambandi hreinu sakavottorði. Þáverandi rekstrarstjóri Hópbifreiða Kynnisferða hafði ekki verið upplýstur um sögu þessa máls, eða sögu Hjalta Sigurjóns, en ég gerði honum grein fyrir afstöðu minni að Hjalti Sigurjón ætti ekki að starfa við farþegaflutninga sökum fortíðar sinnar og tók hann undir þá niðurstöðu. Þáverandi framkvæmdastjóri kom í kjölfarið að máli við okkur og spurði hvort ekki væri eitthvað sem við gætum gert fyrir Hjalta Sigurjón, en við ítrekuðum, með vísan í fortíð hans, að það væri alls ekki ráðlegt. Í kjölfarið fór þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins þess á leit við mig að ég skrifaði fyrir Hjalta Sigurjón meðmælabréf. Ég varð ekki við því, en að einhverjum tíma loknum kom Hjalti Sigurjón tl mín og bað mig um að skrifa undir meðmælabréf sem hann hafði tilbúið. Ég las bréfið, sem var í heildina ekki mikið meira en tvær línur og á þá leið að hann væri stundvís og góður bílstjóri. Þetta stutta meðmælabréf var sannleikanum samkvæmt. Sökum þess þrýstings sem ég hefði verið beitur af yfirmönnum mínum skrifaði ég undir það. Það bréf var ætlað til stuðnings umsóknar hans um starf hjá olíudreyfingarfyrirtæki og lofaði hann því að bréfið yrði ekki notað til umsóknar um önnur störf. Afrit af meðmælabréfinu sem Hjalti Sigurjón skilaði inn vegna umsóknar sinnar um uppreist æru barst mér ekki fyrr en laugardaginn 16. september s.l. frá ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins. Ég ritaði ekki undir það meðmælabréf og kannast ekki við þá umsögn sem mér er ætluð. Ég neita því alfarið að ég hafi ritað meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón vegna umsóknar hans um uppreist æru og mér þykir miður hvernig sumir fjölmiðlar hafa reynt að bendla mig við þetta mál og svert æru mína í kjölfarið. er það ósk mín að þessi yfirlýsing hreinsi nafn mitt og fer ég þess á leit við fjölmiðla, almenning og stjórnvöld að ég verði ekki frekar bendlaður við þetta mál. Sveinn Eyjólfur Matthíasson
Uppreist æru Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira