Minnst þriggja flokka meirihluti í boði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. september 2017 19:30 Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton Kosningar 2017 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton
Kosningar 2017 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira