Hugarheimur og sjálfsmynd þjóðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:15 Birkir segist vera bæði spenntur og stressaður fyrir útgáfudeginum. Visir/Anton Brink Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira