N1 fer fram á lægra kaupverð fyrir Festi vegna samdráttar hjá Krónunni Hörður Ægisson skrifar 6. september 2017 07:00 Festi rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar. Vísir/Ernir Olíufélagið N1 fer fram á að greiða lægra verð en tæplega 38 milljarða króna fyrir allt hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins sem rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar, eins og gert var ráð fyrir í kaupsamkomulagi sem var undirritað í júní. Þar vegur þyngst að afkoma Krónunnar á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð undir áætlunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórnendur N1 vísa til þess, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að í samningunum séu leiðréttingarákvæði sem kveði á um að kaupverðið skuli taka breytingum reynist afkoma félaganna ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins. Ekki fást upplýsingar um hversu mikinn afslátt N1 hyggst fara fram á af áður umsömdu kaupverði í viðræðum sínum við Festi. Tillögur N1 að lægra kaupverði hafa enn ekki verið formlega ræddar á fundum stjórnenda félaganna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er nú búist við því að hagnaður verslana í rekstri Festar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi rekstrarári en spár höfðu áður gert ráð fyrir. Þegar tilkynnt var um kaup N1 á öllu hlutafé Festar fyrir um þremur mánuðum kom fram að 37,9 milljarða króna heildarvirði Festar grundvallaðist meðal annars á áætlunum um að EBITDA rekstrarfélaganna – Krónunnar, Elko, Nóatúns og Kjarvals – yrði 2.125 milljónir. Minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Fyrirhuguð kaup N1 á Festi innihalda einnig á kaup á samtals 17 fasteignum félagsins sem eru samtals um 71.500 fermetrar að stærð.Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festa og einn stærsti hluthafi félagsins.Viðræður um endanlegan kaupsamning milli N1 og Festar standa enn yfir og er gert ráð fyrir niðurstöðu á þriðja ársfjórðungi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festar og einn stærsti hluthafi félagsins, segist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um viðræðurnar. Unnið sé að því að ljúka kaupsamningi. Þá vísar Hreggviður til þess að í skilmálum samkomulagsins, sem tilkynnt hafi verið um í byrjun júní, hafi verið gert ráð fyrir ákveðnu kaupverði og að það gæti orðið hærra – allt að einum milljarði – ef afkoma rekstrarfélaga Festar reynist umfram áætlanir. Ekki standi til að gera breytingar á þeim skilmálum af hálfu Festar.Ekki varhluta af innkomu Costco Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup N1 á Festi þann 9. júní síðastliðinn hækkuðu hlutabréf í olíufélaginu um nærri tíu prósent í verði. Var gengi bréfanna við lok markaðar þann dag 124 krónur á hlut. Gert er ráð fyrir að kaupverðið á Festi verði greitt með hlutum í N1 á genginu 115, jafnvirði 8.750 milljóna króna, og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Gengi bréfa N1 standa nú í 111,5 krónum á hlut en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað nokkuð síðustu vikur og mánuði. Afkoma N1 á fyrri árshelmingi olli vonbrigðum en EBITDA félagsins lækkaði um 30 prósent á milli ára. Stjórnendur gera hins vegar eftir sem áður ráð fyrir óbreyttri EBITDA á þessu ári og að hún verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna. Lakari afkoma af rekstri Krónunnar er til marks um að verslunarkeðjan, rétt eins og smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á íslenskan dagvörumarkað. Hlutabréfaverð Haga hefur lækkað í verði um þriðjung frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Olíufélagið N1 fer fram á að greiða lægra verð en tæplega 38 milljarða króna fyrir allt hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins sem rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar, eins og gert var ráð fyrir í kaupsamkomulagi sem var undirritað í júní. Þar vegur þyngst að afkoma Krónunnar á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð undir áætlunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórnendur N1 vísa til þess, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að í samningunum séu leiðréttingarákvæði sem kveði á um að kaupverðið skuli taka breytingum reynist afkoma félaganna ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins. Ekki fást upplýsingar um hversu mikinn afslátt N1 hyggst fara fram á af áður umsömdu kaupverði í viðræðum sínum við Festi. Tillögur N1 að lægra kaupverði hafa enn ekki verið formlega ræddar á fundum stjórnenda félaganna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er nú búist við því að hagnaður verslana í rekstri Festar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi rekstrarári en spár höfðu áður gert ráð fyrir. Þegar tilkynnt var um kaup N1 á öllu hlutafé Festar fyrir um þremur mánuðum kom fram að 37,9 milljarða króna heildarvirði Festar grundvallaðist meðal annars á áætlunum um að EBITDA rekstrarfélaganna – Krónunnar, Elko, Nóatúns og Kjarvals – yrði 2.125 milljónir. Minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Fyrirhuguð kaup N1 á Festi innihalda einnig á kaup á samtals 17 fasteignum félagsins sem eru samtals um 71.500 fermetrar að stærð.Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festa og einn stærsti hluthafi félagsins.Viðræður um endanlegan kaupsamning milli N1 og Festar standa enn yfir og er gert ráð fyrir niðurstöðu á þriðja ársfjórðungi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festar og einn stærsti hluthafi félagsins, segist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um viðræðurnar. Unnið sé að því að ljúka kaupsamningi. Þá vísar Hreggviður til þess að í skilmálum samkomulagsins, sem tilkynnt hafi verið um í byrjun júní, hafi verið gert ráð fyrir ákveðnu kaupverði og að það gæti orðið hærra – allt að einum milljarði – ef afkoma rekstrarfélaga Festar reynist umfram áætlanir. Ekki standi til að gera breytingar á þeim skilmálum af hálfu Festar.Ekki varhluta af innkomu Costco Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup N1 á Festi þann 9. júní síðastliðinn hækkuðu hlutabréf í olíufélaginu um nærri tíu prósent í verði. Var gengi bréfanna við lok markaðar þann dag 124 krónur á hlut. Gert er ráð fyrir að kaupverðið á Festi verði greitt með hlutum í N1 á genginu 115, jafnvirði 8.750 milljóna króna, og hins vegar með yfirtöku skulda og lántöku. Gengi bréfa N1 standa nú í 111,5 krónum á hlut en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað nokkuð síðustu vikur og mánuði. Afkoma N1 á fyrri árshelmingi olli vonbrigðum en EBITDA félagsins lækkaði um 30 prósent á milli ára. Stjórnendur gera hins vegar eftir sem áður ráð fyrir óbreyttri EBITDA á þessu ári og að hún verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna. Lakari afkoma af rekstri Krónunnar er til marks um að verslunarkeðjan, rétt eins og smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á íslenskan dagvörumarkað. Hlutabréfaverð Haga hefur lækkað í verði um þriðjung frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent