Goldman Sachs fer með atkvæðarétt í Arion banka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 08:45 Stefnt er að hlutafjárútboði Arion banka síðar í október eða nóvember. vísir/eyþór Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs, sem keypti fyrr á árinu 2,6 prósenta hlut í Arion banka, fer með atkvæðarétt í bankanum, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Atkvæðaréttur fylgir hins vegar ekki eignarhlutum vogunarsjóðanna Attestor Capital, Taconic Capital og Och-Ziff Capital að svo stöddu, en þeir keyptu samanlagt 26,6 prósenta hlut í bankanum. Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir þrír keyptu samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir ríflega 48,8 milljarða króna í mars síðastliðnum. Í kjölfarið sendi Fjármálaeftirlitið frá sér tilkynningu þar sem meðal annars kom fram að keyptu eignarhlutunum fylgdi ekki atkvæðaréttur að svo stöddu. Eftirlitið leiðrétti tilkynninguna skömmu síðar og tók þá fram að „Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða“. Í ársreikningi Kaupskila fyrir síðasta ár kemur fram að félagið hafi fengið 26,58 prósent af atkvæðarétti í Arion banka sem að öðrum kosti hefði flust til kaupendanna, þ.e. vogunarsjóðanna þriggja, við söluna þar til kaupendurnir hafi verið metnir hæfir eigendur eða bankinn skráður á markað. Hlutum Goldman Sachs fylgir hins vegar atkvæðaréttur í bankanum. Eins og greint var frá í Markaðinum í síðasta mánuði munu hvorki vogunarsjóðirnir né Goldman Sachs bæta við hlut sinn í Arion banka síðar á árinu, en þeir hafa kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar sem gildir til 19. september.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs, sem keypti fyrr á árinu 2,6 prósenta hlut í Arion banka, fer með atkvæðarétt í bankanum, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Atkvæðaréttur fylgir hins vegar ekki eignarhlutum vogunarsjóðanna Attestor Capital, Taconic Capital og Och-Ziff Capital að svo stöddu, en þeir keyptu samanlagt 26,6 prósenta hlut í bankanum. Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir þrír keyptu samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir ríflega 48,8 milljarða króna í mars síðastliðnum. Í kjölfarið sendi Fjármálaeftirlitið frá sér tilkynningu þar sem meðal annars kom fram að keyptu eignarhlutunum fylgdi ekki atkvæðaréttur að svo stöddu. Eftirlitið leiðrétti tilkynninguna skömmu síðar og tók þá fram að „Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða“. Í ársreikningi Kaupskila fyrir síðasta ár kemur fram að félagið hafi fengið 26,58 prósent af atkvæðarétti í Arion banka sem að öðrum kosti hefði flust til kaupendanna, þ.e. vogunarsjóðanna þriggja, við söluna þar til kaupendurnir hafi verið metnir hæfir eigendur eða bankinn skráður á markað. Hlutum Goldman Sachs fylgir hins vegar atkvæðaréttur í bankanum. Eins og greint var frá í Markaðinum í síðasta mánuði munu hvorki vogunarsjóðirnir né Goldman Sachs bæta við hlut sinn í Arion banka síðar á árinu, en þeir hafa kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar sem gildir til 19. september.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira