„Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 12:53 Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, á nefndarfundinum í dag. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, sem sat fyrir svörum hjá allsherjar-og menntamálanefnd þar sem fjallað var um uppreist æru segir að baráttan fyrir breytingum á reglum og verklagi varðandi uppreist æru hafi verið eins og vekja steinrunnið tröll af dvala. Þá finnist brotaþolum og aðstandendum eins og Robert hafi sannað sakleysi sitt með því að fá uppreist æru. Bergur hefur mikið látið til sín taka í sumar í varðandi þessi mál og farið fyrir brotaþolum og aðstandendum þeirra en Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Mál hans komst þó ekki í hámæli fyrr en í sumar eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Robert geti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.Misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum, bað Berg um að lýsa því hvernig viðbrögð kerfisins í þessu máli hefðu haft áhrif á brotaþola. Bergur sagði að sú flétta sem hefði átt sér staði í máli Roberts Downey væri misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins. Vísaði hann meðal annars í dóm Hæstaréttar í málinu sem svipti Robert starfsréttindum sínum og sagði hann ekki verðugan að hafa réttindi héraðsdómslögmanns vegna alvarleika brotanna.„Eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala“ „Okkar upplifun er sú að uppreist æra hafi verið misnotuð í þessu tilfelli. Að hlusta á það hér að forsetinn beri ekki ábyrgð, þó að hann skrifi undir, það þarf samt undirskrift hans, þetta hljómar fáránlega í eyrum fólks. Að þetta fari fyrir ríkisráð og ríkisstjórn og þeir hafi ekkert um þetta að segja, þetta hljómar líka fáránlega. Þetta sýnir líka að lögin um uppreist æru eru úr sér gengin,“ sagði Bergur. Hann benti síðan á það að Robert hefur aldrei játað sín brot eða viðurkennt þau þrátt fyrir ótvíræðan dóm Hæstaréttar um að hann hafi brotið alvarlega af sér. „Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru. Þannig snýr þetta að okkur. Okkur finnst hann hafa misnotað lögin og komi til með að starfa sem lögmaður með sama viðhorfi og þegar hann braut af sér. Við höfum þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt, skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl og skrifa inn á netmiðla til að það hafi heyrst í okkur. Þetta hefur verið eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala,“ sagði Bergur.Verst þegar menn í yfirburðastöðu smætta brotin Hann sagði að smám saman hafi komið eyru og heyrt í þeim, nokkrir þingmenn hafi haft samband og að þau væru þakklát fyrir það. „En það versta er þegar þessi brot eru smættuð af opinberum aðilum í fjölmiðlum og þeir koma fram í fjölmiðlum og segja að til séu verri brot og því ætti ekki að vera að ræða þetta. Þetta gerist á sama tíma og stelpurnar eru heima hjá sér ælandi af áfallastreituröskun. [...] Að menn í yfirburðastöðu, eins og brotamaðurinn, haldi áfram að smætta brotin, það voru skelfilegustu tímarnir í þessu,“ sagði Bergur og beindi svo eftirfarandi til nefndarmanna: „Hysjið upp um ykkur buxurnar og skoðið þetta.“ Sjá má upptöku frá fyrsta innleggi Bergs á fundinum hér fyrir neðan.Hér má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni. Uppreist æru Tengdar fréttir Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, sem sat fyrir svörum hjá allsherjar-og menntamálanefnd þar sem fjallað var um uppreist æru segir að baráttan fyrir breytingum á reglum og verklagi varðandi uppreist æru hafi verið eins og vekja steinrunnið tröll af dvala. Þá finnist brotaþolum og aðstandendum eins og Robert hafi sannað sakleysi sitt með því að fá uppreist æru. Bergur hefur mikið látið til sín taka í sumar í varðandi þessi mál og farið fyrir brotaþolum og aðstandendum þeirra en Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Mál hans komst þó ekki í hámæli fyrr en í sumar eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Robert geti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.Misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum, bað Berg um að lýsa því hvernig viðbrögð kerfisins í þessu máli hefðu haft áhrif á brotaþola. Bergur sagði að sú flétta sem hefði átt sér staði í máli Roberts Downey væri misnotkun á uppreist æru og æðstu valdastofnunum samfélagsins. Vísaði hann meðal annars í dóm Hæstaréttar í málinu sem svipti Robert starfsréttindum sínum og sagði hann ekki verðugan að hafa réttindi héraðsdómslögmanns vegna alvarleika brotanna.„Eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala“ „Okkar upplifun er sú að uppreist æra hafi verið misnotuð í þessu tilfelli. Að hlusta á það hér að forsetinn beri ekki ábyrgð, þó að hann skrifi undir, það þarf samt undirskrift hans, þetta hljómar fáránlega í eyrum fólks. Að þetta fari fyrir ríkisráð og ríkisstjórn og þeir hafi ekkert um þetta að segja, þetta hljómar líka fáránlega. Þetta sýnir líka að lögin um uppreist æru eru úr sér gengin,“ sagði Bergur. Hann benti síðan á það að Robert hefur aldrei játað sín brot eða viðurkennt þau þrátt fyrir ótvíræðan dóm Hæstaréttar um að hann hafi brotið alvarlega af sér. „Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru. Þannig snýr þetta að okkur. Okkur finnst hann hafa misnotað lögin og komi til með að starfa sem lögmaður með sama viðhorfi og þegar hann braut af sér. Við höfum þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt, skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl og skrifa inn á netmiðla til að það hafi heyrst í okkur. Þetta hefur verið eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala,“ sagði Bergur.Verst þegar menn í yfirburðastöðu smætta brotin Hann sagði að smám saman hafi komið eyru og heyrt í þeim, nokkrir þingmenn hafi haft samband og að þau væru þakklát fyrir það. „En það versta er þegar þessi brot eru smættuð af opinberum aðilum í fjölmiðlum og þeir koma fram í fjölmiðlum og segja að til séu verri brot og því ætti ekki að vera að ræða þetta. Þetta gerist á sama tíma og stelpurnar eru heima hjá sér ælandi af áfallastreituröskun. [...] Að menn í yfirburðastöðu, eins og brotamaðurinn, haldi áfram að smætta brotin, það voru skelfilegustu tímarnir í þessu,“ sagði Bergur og beindi svo eftirfarandi til nefndarmanna: „Hysjið upp um ykkur buxurnar og skoðið þetta.“ Sjá má upptöku frá fyrsta innleggi Bergs á fundinum hér fyrir neðan.Hér má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni.
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. 30. ágúst 2017 12:11
Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00