Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2017 21:00 Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413. Húsnæðismál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413.
Húsnæðismál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira