Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 10:45 Réttindi hinsegin fólks eru víða fótum troðin í Afríku og sæta einstaklingar ofsóknum og mæta miklum fordómum. Stjórnvöld taka nú á móti hópi hinsegin flóttafólks í annað sinn en þessi mynd er úr Gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“ Flóttamenn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“
Flóttamenn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira