Hinsegin fólk á flótta fær skjól á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2015 20:00 Íslensk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti ákveðið að taka á móti hinsegin flóttamönnum, en af þeim 18 flóttamönnum sem hingað verða komnir á þessu ári eru fjórir samkynhneigðir og ein transkona. Ákveðið hefur verið að taka á móti 18 flóttamönnum þar af þrettán frá Sýrlandi, aðallega konum og börnum en sá hópur er enn í flóttamannabúðum. Það er síðan nýlunda að stjórnvöld hafa ákveðið að veita fimm hinsegin flóttamönnum hæli á Íslandi. Þeirra á meðal eru bræðurnir Peter og Robert frá Úganda, sem flúðu ógnaröldina og ofsóknirnar sem þar ríkja gegn samkynhneigðum, jafnvel með stuðningi stjórnvalda. Dagblöðin birta líka myndir af samkynhneigðu fólki og greina frá heimilsföngum þeirra. „Eftir að nöfn fólks eru birt í dagblöðunum, en sum dagblöð birta reglulega lista yfir „tíu mestu hommana í Úganda“, líður ekki á löngu áður en lík þeirra finnast í vegkanti einhvers staðar,“ segir Robert Mugabe Murumba. Monica er tuttugu og þriggja ára transkona frá Líbanon sem flúði ofbeldið í fjölskyldu sinni þegar hún var tólf ára og er mjög ánægð með að vera komin til Íslands. „Fyrst var ég mjög reið við foreldra mína. Ég var fædd svona og varð að fá að vera ég sjálf. Ég er mjög örugg með sjálfa mig og ánægð með að vera sú sem ég er.“ - Varstu fyrir líkamlegu ofbeldi? – „Já foreldrar mínir lömdu mig,“ segir Monica. Við heyrðum meira af sögu þessara fyrstu hinsegin flóttamanna hér á landi í Íslandi í dag. Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti ákveðið að taka á móti hinsegin flóttamönnum, en af þeim 18 flóttamönnum sem hingað verða komnir á þessu ári eru fjórir samkynhneigðir og ein transkona. Ákveðið hefur verið að taka á móti 18 flóttamönnum þar af þrettán frá Sýrlandi, aðallega konum og börnum en sá hópur er enn í flóttamannabúðum. Það er síðan nýlunda að stjórnvöld hafa ákveðið að veita fimm hinsegin flóttamönnum hæli á Íslandi. Þeirra á meðal eru bræðurnir Peter og Robert frá Úganda, sem flúðu ógnaröldina og ofsóknirnar sem þar ríkja gegn samkynhneigðum, jafnvel með stuðningi stjórnvalda. Dagblöðin birta líka myndir af samkynhneigðu fólki og greina frá heimilsföngum þeirra. „Eftir að nöfn fólks eru birt í dagblöðunum, en sum dagblöð birta reglulega lista yfir „tíu mestu hommana í Úganda“, líður ekki á löngu áður en lík þeirra finnast í vegkanti einhvers staðar,“ segir Robert Mugabe Murumba. Monica er tuttugu og þriggja ára transkona frá Líbanon sem flúði ofbeldið í fjölskyldu sinni þegar hún var tólf ára og er mjög ánægð með að vera komin til Íslands. „Fyrst var ég mjög reið við foreldra mína. Ég var fædd svona og varð að fá að vera ég sjálf. Ég er mjög örugg með sjálfa mig og ánægð með að vera sú sem ég er.“ - Varstu fyrir líkamlegu ofbeldi? – „Já foreldrar mínir lömdu mig,“ segir Monica. Við heyrðum meira af sögu þessara fyrstu hinsegin flóttamanna hér á landi í Íslandi í dag.
Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira