Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin en móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk.Tappinn skaust í auga dóttur Oddnýjar.18 ára dóttir Oddnýjar Sigrúnar lenti í skelfilegu slysi á sunnudaginn þegar hún opnaði plastflösku af Floridana ávaxtasafa. Yfirþrýsingur hafði myndast í flöskunni með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga hennar. „Höggið er það þungt sem tappinn gefur að í dag fjórum dögum eftir slysið þá sér hún ekki neitt,“ segir Oddný. Oddný setti sig í samband við Ölgerðina á þriðjudag sem lét í kjölfarið innkalla umræddar Floridana plastflöskur. „Ég væri ekki hérna í dag ef þeir hefðu brugðist við af einhverri alvöru. Ég er búin að fara í stórmarkaði og sé að þeir hafa staðið sig þar. Ég hef ekki fundið þetta þar. Allavega ekki í þeim verslunum sem ég hef farið í. En aftur á móti hef ég farið inn í olíuverslanir hjá fleiri en einum aðila og hjá báðum þessum aðilum eru þessar flöskur til sölu enn þann dag í dag,“ segir Oddný. Þá þurfti fréttastofa ekki að leita langt því fyrsta búðin sem farið var í í dag var með safann til sölu. „Þessar myndir af dóttur minni hafa komið fram og þá er fólk að benda á að það hafi gert athugasemd við þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þannig þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa.“ Oddný segir að ekki sé víst um batahorfur dóttur sinnar sem gæti misst sjónina. „Hún fær blæðingu inn í augað sem þýðir það að það rofnar æð. Allavega læknarnir í dag þeir ábyrgjast ekki neitt,“ segir Oddný.Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.Svavar Þór Georgsson lenti einnig mjög illa í því í síðustu viku þegar hann opnaði Floridana plastflösku handa eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. „Þetta jaðraði bara við myndalegasta rothögg,“ segir Svavar Þór. Við það fékk hann skurð á augað ásamt því sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð í kjölfar slyssins. „Í dag viku seinna þá sé ég lítið sem ekki neitt með auganu. Ég sé rétt svo móta fyrir fólki með auganu.“Svavar Þór Georgsson íhugar að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni.Þegar við hittum Svavar var hann að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni. Þá íhugar fjölskylda Oddnýjar einnig að leita réttar síns. „Það eru alltaf að koma upp einhver tilfelli um að flöskur spingi. Það er þekkt vandamál um allan heim. Við erum að vinna með ferskvöru og ef hún er ekki geymd við réttar aðstæður þá getur hún gerjast á þá myndast yfirþrýsingur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Andri segir að Ölgerðin harmi málið sem sé í rannsókn og að neytandinn njóti alltaf vafans. „Við hófum innköllum seinni partinn á þriðjudaginn við erum með her manns í þessu en það tekur alltaf einhverja daga að tæma. Það ætti allt að vera komið ef ekki þá ætti það allt að vera komið í fyrramálið. Við erum nú að velta öllum steinum. Við fórum í allsherjarinnköllun og núna erum við að rannasaka. Við erum búin að hafa samband við erlenda umbúðarframleiðendur og við erum að skoða okkar vélbúnað og vonumst til að það komi niðurstaða í það fljótt,“ segir Andri. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin en móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk.Tappinn skaust í auga dóttur Oddnýjar.18 ára dóttir Oddnýjar Sigrúnar lenti í skelfilegu slysi á sunnudaginn þegar hún opnaði plastflösku af Floridana ávaxtasafa. Yfirþrýsingur hafði myndast í flöskunni með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga hennar. „Höggið er það þungt sem tappinn gefur að í dag fjórum dögum eftir slysið þá sér hún ekki neitt,“ segir Oddný. Oddný setti sig í samband við Ölgerðina á þriðjudag sem lét í kjölfarið innkalla umræddar Floridana plastflöskur. „Ég væri ekki hérna í dag ef þeir hefðu brugðist við af einhverri alvöru. Ég er búin að fara í stórmarkaði og sé að þeir hafa staðið sig þar. Ég hef ekki fundið þetta þar. Allavega ekki í þeim verslunum sem ég hef farið í. En aftur á móti hef ég farið inn í olíuverslanir hjá fleiri en einum aðila og hjá báðum þessum aðilum eru þessar flöskur til sölu enn þann dag í dag,“ segir Oddný. Þá þurfti fréttastofa ekki að leita langt því fyrsta búðin sem farið var í í dag var með safann til sölu. „Þessar myndir af dóttur minni hafa komið fram og þá er fólk að benda á að það hafi gert athugasemd við þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þannig þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa.“ Oddný segir að ekki sé víst um batahorfur dóttur sinnar sem gæti misst sjónina. „Hún fær blæðingu inn í augað sem þýðir það að það rofnar æð. Allavega læknarnir í dag þeir ábyrgjast ekki neitt,“ segir Oddný.Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.Svavar Þór Georgsson lenti einnig mjög illa í því í síðustu viku þegar hann opnaði Floridana plastflösku handa eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. „Þetta jaðraði bara við myndalegasta rothögg,“ segir Svavar Þór. Við það fékk hann skurð á augað ásamt því sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð í kjölfar slyssins. „Í dag viku seinna þá sé ég lítið sem ekki neitt með auganu. Ég sé rétt svo móta fyrir fólki með auganu.“Svavar Þór Georgsson íhugar að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni.Þegar við hittum Svavar var hann að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni. Þá íhugar fjölskylda Oddnýjar einnig að leita réttar síns. „Það eru alltaf að koma upp einhver tilfelli um að flöskur spingi. Það er þekkt vandamál um allan heim. Við erum að vinna með ferskvöru og ef hún er ekki geymd við réttar aðstæður þá getur hún gerjast á þá myndast yfirþrýsingur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Andri segir að Ölgerðin harmi málið sem sé í rannsókn og að neytandinn njóti alltaf vafans. „Við hófum innköllum seinni partinn á þriðjudaginn við erum með her manns í þessu en það tekur alltaf einhverja daga að tæma. Það ætti allt að vera komið ef ekki þá ætti það allt að vera komið í fyrramálið. Við erum nú að velta öllum steinum. Við fórum í allsherjarinnköllun og núna erum við að rannasaka. Við erum búin að hafa samband við erlenda umbúðarframleiðendur og við erum að skoða okkar vélbúnað og vonumst til að það komi niðurstaða í það fljótt,“ segir Andri.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira