Varnir við flugstöðina skoðaðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira