Varnir við flugstöðina skoðaðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira