Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 10:40 Styttan af Robert E. Lee í Frelsisgarðinum í Charlottesville er nú hulin svörtum dúk. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í Charlottesville hafa hulið styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, með svörtum dúk til að heiðra minningu konu sem hvítur þjóðernissinni drap þar fyrir tæpum tveimur vikum. Hópur hvítra þjóðernissinna safnaðist saman í Charlottesville í Virginíuríki laugardaginn 12. ágúst. Yfirlýst tilefni samkomu þeirra var mótmæli gegn áformum borgaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra og mótmælenda sem andæfðu skoðunum þeirra og götuslagsmál brutust út.Einn hvítu þjóðernisöfgamannanna ók í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og hátt í tuttugu aðrir særðust.Vilja fjarlægja stytturnar endanlegaBorgarráðið samþykkti samhljóða að hylja styttuna af Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, öðrum leiðtoga gömlu Suðurríkjanna, á fundi fyrr í vikunni. Borgarstarfsmenn breiddu svartan dúk yfir þær í gær við lófatak viðstaddra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld vilja fjarlægja stytturnar af þeim Lee og Jackson en geta það ekki á meðan dómstólar fjalla um kærur sem komu fram vegna þeirra áforma. Styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin eru umdeild í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra segja þá aðeins merki um stolt suðurríkjafólks. Fjölmargir telja þær hins vegar tákn um kynþáttahyggju og hatur. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú stærsta í Bandaríkjunum í áratugi. Donald Trump forseti var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við henni, ekki síst þegar hann kenndi báðum fylkingum um ofbeldið þar. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Borgaryfirvöld í Charlottesville hafa hulið styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, með svörtum dúk til að heiðra minningu konu sem hvítur þjóðernissinni drap þar fyrir tæpum tveimur vikum. Hópur hvítra þjóðernissinna safnaðist saman í Charlottesville í Virginíuríki laugardaginn 12. ágúst. Yfirlýst tilefni samkomu þeirra var mótmæli gegn áformum borgaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra og mótmælenda sem andæfðu skoðunum þeirra og götuslagsmál brutust út.Einn hvítu þjóðernisöfgamannanna ók í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og hátt í tuttugu aðrir særðust.Vilja fjarlægja stytturnar endanlegaBorgarráðið samþykkti samhljóða að hylja styttuna af Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, öðrum leiðtoga gömlu Suðurríkjanna, á fundi fyrr í vikunni. Borgarstarfsmenn breiddu svartan dúk yfir þær í gær við lófatak viðstaddra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld vilja fjarlægja stytturnar af þeim Lee og Jackson en geta það ekki á meðan dómstólar fjalla um kærur sem komu fram vegna þeirra áforma. Styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin eru umdeild í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra segja þá aðeins merki um stolt suðurríkjafólks. Fjölmargir telja þær hins vegar tákn um kynþáttahyggju og hatur. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú stærsta í Bandaríkjunum í áratugi. Donald Trump forseti var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við henni, ekki síst þegar hann kenndi báðum fylkingum um ofbeldið þar.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00