Stóriðjufíaskó á Suðurnesjum Tómas Guðbjartsson skrifar 25. ágúst 2017 11:35 Það var skrítin tilfinning að koma í Reykjanesbæ í gær og halda fyrirlestur um náttúruvernd í troðfullum Stapa. Þarna voru samankomnir íbúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar og allra flokka í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að fólk er löngu búið að fá nóg af ruglinu í kringum verksmiðju United Silicon, enda margir íbúanna búnir að missa heilsuna og lífsgæði fjölda fjölskyldna skert. Skiljanlega hefur fólk mestar áhyggjur af börnum sínum en í Reykjanesbæ eru hátt í 600 börn í leikskólum - börn sem leika sér utanhúss. Eins og Andri Snær Magnason benti á í frábæru erindi sínu þá er stóriðjuuppbygging í Helguvík eitt mesta klúður sem þekkist á nokkru iðnaðarsvæði í heiminum. Þarna stendur hálfklárað risaálver við hliðina á stórgallaðri verksmiðju United Silicon - verksmiðju sem aðeins er keyrð á einum ofni (32 MW) en ekki fjórum (128 MW) eins og áætlanir gera ráð fyrir - en þá verður framleiðslugetan 90.000 tonn. Síðan ráðgerir Thorsill að byggja á sama svæði 110.000 tonna kísiliðjuver, en samanlagt munu verin brenna um 300 þús. tonnum af kolum á ári. Ekki var annað að heyra á bæjarfulltrúum (sem allir voru í ábernandi vörn) en að verksmiðja Thorsil hefji framleiðslu árið 2020. Kísiliðjuverin í Helguvík verða þá þau stærstu í heimi og Ísland heimsmeistari í framleiðslu kísils. Sem læknir get ég vottað að kísilryk er langt frá því að vera gott fyrir heilsuna, það sýna rannsóknir. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að byggja stærstu kísilver í heimi tæpum 1,8 km frá einu helsta þéttbýliskjarna landsins. Samfélagi sem stendur í miklum blóma, enda ferðamannaiðnaður óvíða blómlegri. Fólk hefur undanfarin ár viljað flytja í Reykjanesbæ - sem gæti breyst snarlega ef klúðrinu í Helguvík verður ekki snúið við. Ljóst er að fyrri bæjarstjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er - sem er birtingarmynd stóriðjustefnu í sinni verstu mynd. Grein Árna Sigfússonar, fyrrverandi bæjarstóra í Víkurfréttum frá 2015 er afar athyglisverð, en þar „óskar hann íbúum til hamingju” með verksmiðju United Silicon og mærir Magnús Garðarsson, eiganda og fyrrum forstjóra United Silicon. Sami Magnús hefur skilið eftir sig sviðna jörð og var sparkað frá United Silicon í byrjun árs. Ummæli Ásgeirs Margeirssonar forstjóra HS Orku, sem líkt og flestir aðrir sver af sér öll tengsl við Helguvík og United Silicon, eru einnig athyglisverð. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu segir hann að mikilvægt sé að útvega meiri orku á Íslandi, ekki síst til annarra kísiliðjuvera - en þau hélt ég einmitt að væru staðsett í Helguvík.Áhugi HS Orku á 55 MW vatnsaflsvirkjun í ósnortnum Ófeigsfirði á Ströndum skýrist því fyrst og fremst af skuldbindingum fyrirtækisins til stóriðju á SV horninu - en ekki til að tryggja rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Í fjóra áratugi hefur HS Orka sérhæft sig í gufuaflsvirkjunum á SV horninu, en þar hefur kraftur í borholum fyrirtækisins dvínað mun hraðar en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú að gengið hefur verið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, svo framleiða megi næga orku til mengandi stóriðju. Merkilegt nokk hefur HS Orka nýlega fengið leyfi fyrir borunum á svokölluðum Eldvörpum, í nágrenni við virkjun sína í Svartsengi, en Eldvörpin eru ein mesta náttúruperla Suðurnesja. Eldvörpin.Það er því ekki aðeins verið að menga fyrir íbúum Suðurnesja með stóriðju, heldur er verið að ræna þá náttúruperlum með vanhugsuðum virkjanaframkvæmdum - á jarðhitasvæðum sem eru staðsett á einu helsta ferðamannasvæði landsins. Er það bara mér sem finnst þetta rugl? Svari hver fyrir sig. Ég legg til að verksmiðju United Silicon verði lokað hið fyrsta, óafturkræft og verksmiðju Thorsil ýtt út af borðinu. Fjármögnun Thorsil-verksmiðjunnar er ekki lokið og vona ég að lífeyrissjóðir, bankar og aðrir fjárfestar haldi að sér höndum og taki ekki þátt í stóriðjuframkvæmdum og virkjanaframkvæmdum, sem bæði eyðileggja heilsu fólks en um leið náttúru Íslands. Framtíð Íslands er í húfi.Höfundur er skurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það var skrítin tilfinning að koma í Reykjanesbæ í gær og halda fyrirlestur um náttúruvernd í troðfullum Stapa. Þarna voru samankomnir íbúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar og allra flokka í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að fólk er löngu búið að fá nóg af ruglinu í kringum verksmiðju United Silicon, enda margir íbúanna búnir að missa heilsuna og lífsgæði fjölda fjölskyldna skert. Skiljanlega hefur fólk mestar áhyggjur af börnum sínum en í Reykjanesbæ eru hátt í 600 börn í leikskólum - börn sem leika sér utanhúss. Eins og Andri Snær Magnason benti á í frábæru erindi sínu þá er stóriðjuuppbygging í Helguvík eitt mesta klúður sem þekkist á nokkru iðnaðarsvæði í heiminum. Þarna stendur hálfklárað risaálver við hliðina á stórgallaðri verksmiðju United Silicon - verksmiðju sem aðeins er keyrð á einum ofni (32 MW) en ekki fjórum (128 MW) eins og áætlanir gera ráð fyrir - en þá verður framleiðslugetan 90.000 tonn. Síðan ráðgerir Thorsill að byggja á sama svæði 110.000 tonna kísiliðjuver, en samanlagt munu verin brenna um 300 þús. tonnum af kolum á ári. Ekki var annað að heyra á bæjarfulltrúum (sem allir voru í ábernandi vörn) en að verksmiðja Thorsil hefji framleiðslu árið 2020. Kísiliðjuverin í Helguvík verða þá þau stærstu í heimi og Ísland heimsmeistari í framleiðslu kísils. Sem læknir get ég vottað að kísilryk er langt frá því að vera gott fyrir heilsuna, það sýna rannsóknir. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að byggja stærstu kísilver í heimi tæpum 1,8 km frá einu helsta þéttbýliskjarna landsins. Samfélagi sem stendur í miklum blóma, enda ferðamannaiðnaður óvíða blómlegri. Fólk hefur undanfarin ár viljað flytja í Reykjanesbæ - sem gæti breyst snarlega ef klúðrinu í Helguvík verður ekki snúið við. Ljóst er að fyrri bæjarstjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er - sem er birtingarmynd stóriðjustefnu í sinni verstu mynd. Grein Árna Sigfússonar, fyrrverandi bæjarstóra í Víkurfréttum frá 2015 er afar athyglisverð, en þar „óskar hann íbúum til hamingju” með verksmiðju United Silicon og mærir Magnús Garðarsson, eiganda og fyrrum forstjóra United Silicon. Sami Magnús hefur skilið eftir sig sviðna jörð og var sparkað frá United Silicon í byrjun árs. Ummæli Ásgeirs Margeirssonar forstjóra HS Orku, sem líkt og flestir aðrir sver af sér öll tengsl við Helguvík og United Silicon, eru einnig athyglisverð. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu segir hann að mikilvægt sé að útvega meiri orku á Íslandi, ekki síst til annarra kísiliðjuvera - en þau hélt ég einmitt að væru staðsett í Helguvík.Áhugi HS Orku á 55 MW vatnsaflsvirkjun í ósnortnum Ófeigsfirði á Ströndum skýrist því fyrst og fremst af skuldbindingum fyrirtækisins til stóriðju á SV horninu - en ekki til að tryggja rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Í fjóra áratugi hefur HS Orka sérhæft sig í gufuaflsvirkjunum á SV horninu, en þar hefur kraftur í borholum fyrirtækisins dvínað mun hraðar en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú að gengið hefur verið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, svo framleiða megi næga orku til mengandi stóriðju. Merkilegt nokk hefur HS Orka nýlega fengið leyfi fyrir borunum á svokölluðum Eldvörpum, í nágrenni við virkjun sína í Svartsengi, en Eldvörpin eru ein mesta náttúruperla Suðurnesja. Eldvörpin.Það er því ekki aðeins verið að menga fyrir íbúum Suðurnesja með stóriðju, heldur er verið að ræna þá náttúruperlum með vanhugsuðum virkjanaframkvæmdum - á jarðhitasvæðum sem eru staðsett á einu helsta ferðamannasvæði landsins. Er það bara mér sem finnst þetta rugl? Svari hver fyrir sig. Ég legg til að verksmiðju United Silicon verði lokað hið fyrsta, óafturkræft og verksmiðju Thorsil ýtt út af borðinu. Fjármögnun Thorsil-verksmiðjunnar er ekki lokið og vona ég að lífeyrissjóðir, bankar og aðrir fjárfestar haldi að sér höndum og taki ekki þátt í stóriðjuframkvæmdum og virkjanaframkvæmdum, sem bæði eyðileggja heilsu fólks en um leið náttúru Íslands. Framtíð Íslands er í húfi.Höfundur er skurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun