Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 08:42 Theodóra S. Þorsteinsdóttir segir hjarta sitt slá í Kópavogi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi. Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00