Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:54 Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Kompás Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00