Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 10:05 Tveir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans á tveggja vikna tímabili nú í ágústmánuði. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og hafa margir leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum, velferðarráðuneyti og Embætti landlæknis sem send er í kjölfar þess að maður framdi sjálfsvíg á geðdeild spítalans í liðinni viku. Var það annað sjálfsvígið á geðdeild spítalans á tveimur vikum. Maðurinn var lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut sem endaði með því að maðurinn ók á eina af flugstöðvarbyggingum Keflavíkurflugvallar. Í yfirlýsingu Landspítalans segir að mikill harmur hafi knúið að dyrum hjá fjölskyldu og vinum þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð. Þá segir að vegna þessara alvarlegu atburða, sem eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafi velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali haft náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri greiningu og skoðun. „Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim. Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa. Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur,“ segir í yfirlýsingunni. Vinir og aðstandendur mannsins sem lést á geðdeild Landspítalans í síðustu viku standa fyrir minningarathöfn um hann í kvöld á svokölluðum Skatepark í Seljahverfi. Minningarathöfnin hefst klukkan 20.Yfirlýsingu Landspítalans, velferðarráðuneytisins og embættis landslæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Tvö andlát hafa orðið á geðdeild Landspítala á síðustu vikum. Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.Vegna þessara alvarlegu atburða, sem þegar eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafa velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu. Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim.Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa.Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur.VelferðarráðuneytiðEmbætti landlæknisLandspítali Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og hafa margir leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum, velferðarráðuneyti og Embætti landlæknis sem send er í kjölfar þess að maður framdi sjálfsvíg á geðdeild spítalans í liðinni viku. Var það annað sjálfsvígið á geðdeild spítalans á tveimur vikum. Maðurinn var lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut sem endaði með því að maðurinn ók á eina af flugstöðvarbyggingum Keflavíkurflugvallar. Í yfirlýsingu Landspítalans segir að mikill harmur hafi knúið að dyrum hjá fjölskyldu og vinum þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð. Þá segir að vegna þessara alvarlegu atburða, sem eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafi velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali haft náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri greiningu og skoðun. „Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim. Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa. Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur,“ segir í yfirlýsingunni. Vinir og aðstandendur mannsins sem lést á geðdeild Landspítalans í síðustu viku standa fyrir minningarathöfn um hann í kvöld á svokölluðum Skatepark í Seljahverfi. Minningarathöfnin hefst klukkan 20.Yfirlýsingu Landspítalans, velferðarráðuneytisins og embættis landslæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Tvö andlát hafa orðið á geðdeild Landspítala á síðustu vikum. Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.Vegna þessara alvarlegu atburða, sem þegar eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafa velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu. Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim.Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa.Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur.VelferðarráðuneytiðEmbætti landlæknisLandspítali
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53