Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:16 Telji menn olíu- og gasútflutning Norðmanna með eru þeir einhverjir mestu losendur gróðurhúsalofttegunda á byggðu bóli. Vísir/AFP Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð. Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð.
Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent