Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2017 13:44 Brynjar Níelsson segir að þeir sem uppfylli skilyrði laga um uppreist æru fái hana veitta. Vísir/Vilhelm Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið. Uppreist æru Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið.
Uppreist æru Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira