Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 15:26 Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir stjórnleysi ríkja í nefndinni. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu út af fundi nefndarinnar í gær þegar kynna átti gögn í máli Roberts Downey. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. Meirihluti nefndarinnar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gekk út af fundi hennar í gær áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Björt framtíð á engan fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, utan Brynjars, eru Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. „Uppreist æru og mál Róbert Downey hefur vakið mikla umræðu og athygli. Er það ekki að ósekju. Kastljósinu hefur verið beint að gömlum reglum og stjórnsýsluhefð og í ljós hefur komið að hvort tveggja stenst ekki tímans tönn og þær kröfur sem gera verður til sanngirni, réttlætis og gagnsæis. Um þetta eru flestir, ef ekki allir, sammála,“ skrifar Jón Steindór á Facebook síðu sinni. Hann segir að Þingmenn Viðreisnar muni taka þessar reglur til heildarendurskoðunar og færa til nútímahorfs. Sjá einnig: Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni „Það verkefni ætti að geta unnist hratt og vel í góðri sátt á Alþingi enda málið ekki í eðli sínu þannig að flokkapólitík eigi að tefja fyrir.“ „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur haft þessi mál til skoðunar af gefnu tilefni sem er mál Róberts Downey. Sjálfur sit ég í þeirri nefnd en gat ekki sótt síðasta fund. Af fréttum að dæma og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér fór sá fundur ekki eins og best verður á kosið og er það miður. Málið má ekki detta í farveg pólitískra skylminga og deilna sem færir umræðuna frá kjarna máls. Þeir sem líða vegna brota Róberts og annarra af svipuðu sauðahúsi eiga það ekki skilið.“ Hann segir að í ljósi þess muni hann óska eftir því á næsta fundi nefndarinnar að fá aðgang að öllum gögnum málsins og ætli að kynna sér þau til hlítar. „Þannig tel ég mig, að vel ígrunduðu máli, best fá fast land undir fætur til frekari umfjöllunar um málið.“ Uppreist æru Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. Meirihluti nefndarinnar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gekk út af fundi hennar í gær áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Björt framtíð á engan fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, utan Brynjars, eru Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. „Uppreist æru og mál Róbert Downey hefur vakið mikla umræðu og athygli. Er það ekki að ósekju. Kastljósinu hefur verið beint að gömlum reglum og stjórnsýsluhefð og í ljós hefur komið að hvort tveggja stenst ekki tímans tönn og þær kröfur sem gera verður til sanngirni, réttlætis og gagnsæis. Um þetta eru flestir, ef ekki allir, sammála,“ skrifar Jón Steindór á Facebook síðu sinni. Hann segir að Þingmenn Viðreisnar muni taka þessar reglur til heildarendurskoðunar og færa til nútímahorfs. Sjá einnig: Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni „Það verkefni ætti að geta unnist hratt og vel í góðri sátt á Alþingi enda málið ekki í eðli sínu þannig að flokkapólitík eigi að tefja fyrir.“ „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur haft þessi mál til skoðunar af gefnu tilefni sem er mál Róberts Downey. Sjálfur sit ég í þeirri nefnd en gat ekki sótt síðasta fund. Af fréttum að dæma og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér fór sá fundur ekki eins og best verður á kosið og er það miður. Málið má ekki detta í farveg pólitískra skylminga og deilna sem færir umræðuna frá kjarna máls. Þeir sem líða vegna brota Róberts og annarra af svipuðu sauðahúsi eiga það ekki skilið.“ Hann segir að í ljósi þess muni hann óska eftir því á næsta fundi nefndarinnar að fá aðgang að öllum gögnum málsins og ætli að kynna sér þau til hlítar. „Þannig tel ég mig, að vel ígrunduðu máli, best fá fast land undir fætur til frekari umfjöllunar um málið.“
Uppreist æru Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira