Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 08:30 Neymar þarf ekki að svekkja sig mikið yfir laununum hjá PSG. Vísir Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. Paris Saint-Germain þurfti að borga Barcelona 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er meira en tvöföldun á metinu yfir dýrasta knattspyrnumann heims. 222 milljónir evra eru 27,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með er þetta ekki upptalið því þá á Parísar-liðið eftir að borga leikmanninum sjálfum ofurlaun og ofurbónusa. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Neymar muni kosti franska félagið um 500 milljón evrur eða rétt tæplega 62 milljarða íslenskra króna. Neymar ákvað það í byrjun júlí að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Sky Sport en hann ræddi þá við fulltrúa franska liðsins á meðan hann var í fríi rétt hjá Rio de Janeiro. Á fundinum voru Neymar, faðir hans og umboðsmaður hans Pini Zahavi. Neymar mun gera fimm ára samning við Paris Saint-Germain og þar verður hann með 30 milljónir evra í árslaun eftir skatta eða 3,7 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir að Brasilíumaðurinn fær tíu milljónir á dag alla 365 daga ársins. Hann er því með miklu meira en milljón á tímann ef við miðum við átta daga vinnudag og fimm daga vinnuviku. Vinnuskylda hans er þó minna en það en pressan á honum verður gríðarleg. Peningarnir er vissulega stór ástæða þess að Neymar er að fara til PSG en það spilar líka stóra rullu að hann vill verða stærsta stjarnan í sínu liði og sleppa undan skugga Lionel Messi. Neymar vill vinna Gullboltann og verða besti knattspyrnumaður heims en það er erfitt að skara framúr í sínu liði þegar þú spilar við hlið Messi sem er þegar orðið besti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Neymar kemur í síðasta lagi á föstudaginn til Parísar þar sem hann mun ganga frá samningnum en franska deildin hefst um helgina. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. Paris Saint-Germain þurfti að borga Barcelona 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er meira en tvöföldun á metinu yfir dýrasta knattspyrnumann heims. 222 milljónir evra eru 27,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með er þetta ekki upptalið því þá á Parísar-liðið eftir að borga leikmanninum sjálfum ofurlaun og ofurbónusa. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Neymar muni kosti franska félagið um 500 milljón evrur eða rétt tæplega 62 milljarða íslenskra króna. Neymar ákvað það í byrjun júlí að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Sky Sport en hann ræddi þá við fulltrúa franska liðsins á meðan hann var í fríi rétt hjá Rio de Janeiro. Á fundinum voru Neymar, faðir hans og umboðsmaður hans Pini Zahavi. Neymar mun gera fimm ára samning við Paris Saint-Germain og þar verður hann með 30 milljónir evra í árslaun eftir skatta eða 3,7 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir að Brasilíumaðurinn fær tíu milljónir á dag alla 365 daga ársins. Hann er því með miklu meira en milljón á tímann ef við miðum við átta daga vinnudag og fimm daga vinnuviku. Vinnuskylda hans er þó minna en það en pressan á honum verður gríðarleg. Peningarnir er vissulega stór ástæða þess að Neymar er að fara til PSG en það spilar líka stóra rullu að hann vill verða stærsta stjarnan í sínu liði og sleppa undan skugga Lionel Messi. Neymar vill vinna Gullboltann og verða besti knattspyrnumaður heims en það er erfitt að skara framúr í sínu liði þegar þú spilar við hlið Messi sem er þegar orðið besti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Neymar kemur í síðasta lagi á föstudaginn til Parísar þar sem hann mun ganga frá samningnum en franska deildin hefst um helgina.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira