Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 06:00 ÍR-ingar fagna hér bikarmeistaratitli sínum í Krikanum. Vísir/ÓskarÓ ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira