Verkið Vopnafjörður verður frumflutt með vídeói og ljóði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 09:45 "Þetta hverfi var ekki til þegar ég flutti burt,“ segir Eva Mjöll stödd við hús í Norðlingaholti í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hún kveðst alltaf segja „heima“ þegar hún talar um Ísland þó hún hafi búið erlendis í áratugi. Eva Mjöll Ingólfsdóttir fór út í tónlistarnám um tvítugt, kom heim í eitt ár og kynntist þá manninum sínum, fylgdi honum út í nám og þau ílengdust. Hann heitir Kristinn Helgason og starfar hjá Sameinuðu þjóðunum. „Við Kristinn höfum ferðast mikið og lifað ævintýralegu lífi,“ segir hún og nefnir Kenía, Japan, Pakistan og Simbabve meðal fyrrverandi dvalarstaða. „Það eru auðvitað forréttindi að kynnast nýjum menningarheimum, tekur sinn tíma og er misauðvelt en verulega spennandi. Sums staðar var ekki mikið tónlistarlíf, til dæmis í Pakistan þar sem við vorum í þrjú ár. En í Japan hélt ég vel lukkaða tónleika og nú höfum við verið í New York í tíu ár, þar hef ég nóg fyrir stafni, hef spilað talsvert eftir ung tónskáld og líka verið að semja sjálf.“ Nú ætlar Eva Mjöll að leika í Iðnó í kvöld, bæði á klassíska fiðlu og rafmagnsfiðlu. Það eru síðustu Arctic Concerts tónleikarnir í sumar. Gömul sálmalög úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar eru á dagskrá, verk byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðlögum og prelúdíur eftir Sjostakovitsj með Flemming Viðar Valmundarsyni á harmoniku. „Flemming Viðar hefur spilað með mér einu sinni áður og það kemur rosalega vel út,“ lýsir Eva Mjöll. „Verkin verða þjóðlegri áheyrnar og aðgengilegri með harmóníkunni en píanói.“ Eva Mjöll er yngsta dóttir Ingólfs Guðbrandssonar, ferðafrömuðar og kórstjóra, og meðal systkina hennar er tónlistarfólkið Þorgerður, Rut, Inga Rós, Unnur María og Árni Heimir. Hún ólst upp í Reykjavík og gekk í Hvassaleitisskóla og MH áður en hún stakk af til útlanda. En kemur hún oft heim?„Ég hef komið á hverju sumri í nokkur ár og unnið verkefni með tveimur öðrum íslenskum listakonum, Gunnbjörgu Óladóttur ljóðskáldi og Rakel Steinarsdóttur vídeólistakonu. Við höfum dvalið á ýmsum stöðum og í samvinnu búið til ljóð, vídeóverk og tónlist. Byrjuðum í Stykkishólmi, síðan vorum við á Djúpavogi og á Vopnafirði í fyrra og erum með verk frá öllum þessum stöðum. Þær Gunnbjörg og Rakel verða með mér í Iðnó í kvöld, ég spila verk sem heitir Bárðarbunga, annað heitir Djúpivogur og ég var að ljúka við tónlistina við Vopnafjörð, hún verður frumflutt í kvöld með vídeói og ljóði.“ Tónleikarnir í Iðnó hefjast klukkan 20.30 í kvöld. „Þetta er svona klukkutíma prógramm, mjög lifandi, mikið að gerast, og óvenjulegt, held ég,“ segir Eva Mjöll. Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hún kveðst alltaf segja „heima“ þegar hún talar um Ísland þó hún hafi búið erlendis í áratugi. Eva Mjöll Ingólfsdóttir fór út í tónlistarnám um tvítugt, kom heim í eitt ár og kynntist þá manninum sínum, fylgdi honum út í nám og þau ílengdust. Hann heitir Kristinn Helgason og starfar hjá Sameinuðu þjóðunum. „Við Kristinn höfum ferðast mikið og lifað ævintýralegu lífi,“ segir hún og nefnir Kenía, Japan, Pakistan og Simbabve meðal fyrrverandi dvalarstaða. „Það eru auðvitað forréttindi að kynnast nýjum menningarheimum, tekur sinn tíma og er misauðvelt en verulega spennandi. Sums staðar var ekki mikið tónlistarlíf, til dæmis í Pakistan þar sem við vorum í þrjú ár. En í Japan hélt ég vel lukkaða tónleika og nú höfum við verið í New York í tíu ár, þar hef ég nóg fyrir stafni, hef spilað talsvert eftir ung tónskáld og líka verið að semja sjálf.“ Nú ætlar Eva Mjöll að leika í Iðnó í kvöld, bæði á klassíska fiðlu og rafmagnsfiðlu. Það eru síðustu Arctic Concerts tónleikarnir í sumar. Gömul sálmalög úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar eru á dagskrá, verk byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðlögum og prelúdíur eftir Sjostakovitsj með Flemming Viðar Valmundarsyni á harmoniku. „Flemming Viðar hefur spilað með mér einu sinni áður og það kemur rosalega vel út,“ lýsir Eva Mjöll. „Verkin verða þjóðlegri áheyrnar og aðgengilegri með harmóníkunni en píanói.“ Eva Mjöll er yngsta dóttir Ingólfs Guðbrandssonar, ferðafrömuðar og kórstjóra, og meðal systkina hennar er tónlistarfólkið Þorgerður, Rut, Inga Rós, Unnur María og Árni Heimir. Hún ólst upp í Reykjavík og gekk í Hvassaleitisskóla og MH áður en hún stakk af til útlanda. En kemur hún oft heim?„Ég hef komið á hverju sumri í nokkur ár og unnið verkefni með tveimur öðrum íslenskum listakonum, Gunnbjörgu Óladóttur ljóðskáldi og Rakel Steinarsdóttur vídeólistakonu. Við höfum dvalið á ýmsum stöðum og í samvinnu búið til ljóð, vídeóverk og tónlist. Byrjuðum í Stykkishólmi, síðan vorum við á Djúpavogi og á Vopnafirði í fyrra og erum með verk frá öllum þessum stöðum. Þær Gunnbjörg og Rakel verða með mér í Iðnó í kvöld, ég spila verk sem heitir Bárðarbunga, annað heitir Djúpivogur og ég var að ljúka við tónlistina við Vopnafjörð, hún verður frumflutt í kvöld með vídeói og ljóði.“ Tónleikarnir í Iðnó hefjast klukkan 20.30 í kvöld. „Þetta er svona klukkutíma prógramm, mjög lifandi, mikið að gerast, og óvenjulegt, held ég,“ segir Eva Mjöll.
Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira