Foreldrar beðið um skjól fyrir börnin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá fjögurra barna einstæðri móður sem var húsnæðislaus í Reykjanesbæ. Hún óskaði eftir aðstoð bæjarins en eina úrræðið sem henni bauðst var að setja börnin í fóstur. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar segir þetta koma upp þegar útburður er hjá sýslumanni. „Ef það er til dæmis útburður hjá sýslumanni þá eru barnaverndaryfirvöld beðin um að mæta á staðinn ef sú staða kemur upp að það þurfi að aðstoða fólk með að vista börn sín," segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.0 Framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur segir sama verklag vera hjá borginni. Reynt er að hafa samband við foreldra þegar til útburðar kemur. Ef það tekst ekki eða engin lausn finnst mætir fulltrúi þeirra við útburðinn. Nokkur slík mál koma upp á hverju ári. „Þetta eru erfiðar aðstæður. Það koma opinberir aðilar og pakka og bera búslóðina út á tún og ég held að flestir foreldrar vilji forða börnum sínum frá þessum aðstæðum," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Þegar útburðurinn er vegna óreglu foreldra getur orðið úr því barnaverndarmál en þegar aðstæðurnar koma til vegna húsnæðisskorts er reynt að finna lausn með foreldrum án þess að fjölskyldunni verði sundrað. Það tekst þó ekki alltaf. „Það eru einhver tilvik þar sem börn hafa getað verið hjá stuðningsfjölskyldum sínum einhvern tíma rétt á meðan verið er að finna einhverja lausn til skemmri tíma. Það eru dæmi um að foreldrar hafa beðið okkur um að hafa börnin í skjóli í einhverja daga á meðan þau finna út úr aðstæðunum," segir Halldóra. Börnum hefur verið komið fyrir á vistheimili barna og í öðrum tilvikum hefur borgin útvegað fjölskyldum þak yfir höfuðið á gistiheimilum. Það reynist þó stundum erfitt. „Það getur orðið mjög erfitt. Sérstaklega eftir að ferðamannastraumurinn til landsins varð með þessum hætti en oftast hefur það tekist," segir Halldóra. Hún segist gjarnan vilja sjá neyðaríbúðir sem fjölskyldur í þessum aðstæðum gætu leitað í. „Það væri örugglega draumastaða að það væru til neyðaríbúðir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ég held að það væri það svar sem flestir myndu gefa," segir Halldóra. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá fjögurra barna einstæðri móður sem var húsnæðislaus í Reykjanesbæ. Hún óskaði eftir aðstoð bæjarins en eina úrræðið sem henni bauðst var að setja börnin í fóstur. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar segir þetta koma upp þegar útburður er hjá sýslumanni. „Ef það er til dæmis útburður hjá sýslumanni þá eru barnaverndaryfirvöld beðin um að mæta á staðinn ef sú staða kemur upp að það þurfi að aðstoða fólk með að vista börn sín," segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.0 Framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur segir sama verklag vera hjá borginni. Reynt er að hafa samband við foreldra þegar til útburðar kemur. Ef það tekst ekki eða engin lausn finnst mætir fulltrúi þeirra við útburðinn. Nokkur slík mál koma upp á hverju ári. „Þetta eru erfiðar aðstæður. Það koma opinberir aðilar og pakka og bera búslóðina út á tún og ég held að flestir foreldrar vilji forða börnum sínum frá þessum aðstæðum," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndanefndar Reykjavíkur. Þegar útburðurinn er vegna óreglu foreldra getur orðið úr því barnaverndarmál en þegar aðstæðurnar koma til vegna húsnæðisskorts er reynt að finna lausn með foreldrum án þess að fjölskyldunni verði sundrað. Það tekst þó ekki alltaf. „Það eru einhver tilvik þar sem börn hafa getað verið hjá stuðningsfjölskyldum sínum einhvern tíma rétt á meðan verið er að finna einhverja lausn til skemmri tíma. Það eru dæmi um að foreldrar hafa beðið okkur um að hafa börnin í skjóli í einhverja daga á meðan þau finna út úr aðstæðunum," segir Halldóra. Börnum hefur verið komið fyrir á vistheimili barna og í öðrum tilvikum hefur borgin útvegað fjölskyldum þak yfir höfuðið á gistiheimilum. Það reynist þó stundum erfitt. „Það getur orðið mjög erfitt. Sérstaklega eftir að ferðamannastraumurinn til landsins varð með þessum hætti en oftast hefur það tekist," segir Halldóra. Hún segist gjarnan vilja sjá neyðaríbúðir sem fjölskyldur í þessum aðstæðum gætu leitað í. „Það væri örugglega draumastaða að það væru til neyðaríbúðir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ég held að það væri það svar sem flestir myndu gefa," segir Halldóra.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira