Himnesk heilbrigðisþjónusta Guðjón S. Brjánsson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna. Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinningamóð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjörlega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og dásemdin ein. Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með, bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmaðurinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands svo jákvætt á eigin skinni. Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja skv. settum skilyrðum. Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk. Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika lausum hala á kostnað annarra þátta. Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd. Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna. Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinningamóð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjörlega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og dásemdin ein. Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með, bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmaðurinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands svo jákvætt á eigin skinni. Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja skv. settum skilyrðum. Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk. Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika lausum hala á kostnað annarra þátta. Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd. Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.Höfundur er alþingismaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun