Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2017 11:01 Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var þingfest í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. Fram að því var hann verið nokkuð rólegur. Þetta sögðu skipverjar sem báru vitni í máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir skipverjar sem sáu og ræddu við Thomas eftir skilaboðin sögðu hann hafa orðið verulega taugaveiklaðan, gráan og fölan í framan, og vart komið upp orði. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður sögðust hafa tekið ákvörðun um að gefa honum róandi lyf, en á þeim tímapunkti vissu þeir að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt, því þeir höfðu verið beðnir um að snúa skipinu við.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórRæddi við skipstjórann og þeir ákváðu að gefa Thomasi róandi Fyrsti stýrimaður sagði í vitnaleiðslum að Thomas hefði komið til sín og sýnt sér skilaboðin sem hann hafi fengið frá blaðamanninum. „Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að klappa honum og róa hann,“ sagði hann. Thomas hafi hins vegar farið til skipstjórans. Stýrimaðurinn sagðist hafa farið til Nikolaj til að athuga með hann, en ekki séð neitt athugavert við hann. „Það var það sem ég var að leita að og ég sá ekki neitt.“ Í framhaldinu hafi Thomas orðið mjög órólegur. Sagðist hann hafa rætt við skipstjórann og þeir ákveðið að gefa honum róandi. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn.Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórSögðu Thomasi að um vélarbilun væri að ræða þegar skipinu var snúið við „Ég fór í herbergið hans en þá hefur hann væntanlega verið búinn að leggja saman tvo og tvo. Þarna hefur klukkan verið um átta eða níu um kvöld. Ég sagði við hann, ef þú hefur ekkert gert, þá skaltu ekki vera hræddur.“ Hann sagði Thomas þá hafa litið til hliðar og sagt „við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ „Við töluðum fram og til baka um hvað við ættum að segja Thomasi. Þá ákváðum við að segja að það væri vélarbilun. Við gerðum þetta til að fá ró í skipið til að ekki allir myndu koma upp til að spyrja. Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ sagði hann, aðspurður hvernig brugðist hefði verið við þegar snúa átti skipinu við. Skipstjórinn hafði þá fengið senda ljósmynd af rauðum Kia Rio bíl frá íslenskum útgerðarmanni.Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVAHefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Fredrik Möller Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Sjö skipverjar bera vitni í málinu í dag en aðalmeðferð fer fram í lok þessa mánaðar, þar sem tekin verður skýrsla af Thomasi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Thomas sætir ákæru fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að Birnu Brjánsdóttur í Kia Rio bifreið nálægt flotkvínni við Hafnarfjarðarhöfn hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Í framhaldinu hafi Thomas varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18.janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Beina textalýsingu úr dómsal má sjá hér fyrir neðan.
Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. Fram að því var hann verið nokkuð rólegur. Þetta sögðu skipverjar sem báru vitni í máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir skipverjar sem sáu og ræddu við Thomas eftir skilaboðin sögðu hann hafa orðið verulega taugaveiklaðan, gráan og fölan í framan, og vart komið upp orði. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður sögðust hafa tekið ákvörðun um að gefa honum róandi lyf, en á þeim tímapunkti vissu þeir að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt, því þeir höfðu verið beðnir um að snúa skipinu við.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórRæddi við skipstjórann og þeir ákváðu að gefa Thomasi róandi Fyrsti stýrimaður sagði í vitnaleiðslum að Thomas hefði komið til sín og sýnt sér skilaboðin sem hann hafi fengið frá blaðamanninum. „Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að klappa honum og róa hann,“ sagði hann. Thomas hafi hins vegar farið til skipstjórans. Stýrimaðurinn sagðist hafa farið til Nikolaj til að athuga með hann, en ekki séð neitt athugavert við hann. „Það var það sem ég var að leita að og ég sá ekki neitt.“ Í framhaldinu hafi Thomas orðið mjög órólegur. Sagðist hann hafa rætt við skipstjórann og þeir ákveðið að gefa honum róandi. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn.Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórSögðu Thomasi að um vélarbilun væri að ræða þegar skipinu var snúið við „Ég fór í herbergið hans en þá hefur hann væntanlega verið búinn að leggja saman tvo og tvo. Þarna hefur klukkan verið um átta eða níu um kvöld. Ég sagði við hann, ef þú hefur ekkert gert, þá skaltu ekki vera hræddur.“ Hann sagði Thomas þá hafa litið til hliðar og sagt „við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ „Við töluðum fram og til baka um hvað við ættum að segja Thomasi. Þá ákváðum við að segja að það væri vélarbilun. Við gerðum þetta til að fá ró í skipið til að ekki allir myndu koma upp til að spyrja. Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ sagði hann, aðspurður hvernig brugðist hefði verið við þegar snúa átti skipinu við. Skipstjórinn hafði þá fengið senda ljósmynd af rauðum Kia Rio bíl frá íslenskum útgerðarmanni.Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVAHefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Fredrik Möller Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Sjö skipverjar bera vitni í málinu í dag en aðalmeðferð fer fram í lok þessa mánaðar, þar sem tekin verður skýrsla af Thomasi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Thomas sætir ákæru fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að Birnu Brjánsdóttur í Kia Rio bifreið nálægt flotkvínni við Hafnarfjarðarhöfn hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Í framhaldinu hafi Thomas varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18.janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Beina textalýsingu úr dómsal má sjá hér fyrir neðan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17 Mjög ólíklegt að tekin verði skýrsla af Thomasi Møller á þriðjudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15. 15. júlí 2017 14:56 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17
Mjög ólíklegt að tekin verði skýrsla af Thomasi Møller á þriðjudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15. 15. júlí 2017 14:56