Sjö milljónir barna á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. júlí 2017 00:00 Flóttabörn frá Kongó í nýjum híbýlum sínum í Nakavalie flóttamannabúðunum í suðurhluta Úganda. Vísir/Getty Sjö milljónir barna eru á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku. Eitt af hverjum fjórum barnanna sem eru á flótta eru á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um börn á flótta og faraldsfæti í heimshlutanum. Skýrslan byggir á viðtölum við flóttafólk og fólk á faraldsfæti frá nokkrum löndum í Vestur- og Mið-Afríku. Í henni kemur meðal annars fram að nokkrar breytur valda því að fólk flýr heimaland sitt, aðrar en fátækt. Talið er að rekja megi ferðir ungs fólks og barna til hraðrar fólksfjölgunar, straums fólks til borga af landsbyggðinni, efnahagslegrar misskiptingar, langvarandi átaka, og vanmáttar stofnana til að styðja við þá samfélagshópa sem minnst mega sín. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við stúlku sem er kölluð Joy. Hún er frá Nígeríu og ætlaði til Evrópu til að vinna sem hárgreiðslukona en endaði í mansali og vændi á Ítalíu.Loftslagsbreytingar hafa einnig mikil áhrif á ferðir fólks í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að hitastig á þessu svæði muni hækka um þrjár til fjórar gráður á þessari öld, sem er um helmingi meiri hækkun en annars staðar í heiminum. Flóð og þurrkar hafa áhrif á lifibrauð hópa. Spenna vegna skorts á auðlindum fyrir búfénað hafa leitt til átaka sums staðar í dreifbýli, sem veldur því að fólk flyst í borgir. Í skýrslunni kemur einnig fram að á svæðinu skorti úrræði til að vernda börn á flótta eða faraldsfæti. Fleiri en sjö milljónir barna eru þar nú á ferðinni. Börn eru helmingur þeirra sem eru á ferðinni og þeim fer stöðugt fjölgandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Mustapha sem er frá Gambíu. Hann var handtekinn í Líbíu á leið sinni til Evrópu.Barnahjálpin segir að 65 milljónir barna séu á flótta eða faraldsfæti um heim allan. Talið er að hundruð þúsunda þeirra séu fylgdarlaus og oft í leit að atvinnu eða fé til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til eftirfarandi aðgerða til að vernda börn:Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum lagalega stöðu í framhaldinu.Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa. Gambía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Sjö milljónir barna eru á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku. Eitt af hverjum fjórum barnanna sem eru á flótta eru á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um börn á flótta og faraldsfæti í heimshlutanum. Skýrslan byggir á viðtölum við flóttafólk og fólk á faraldsfæti frá nokkrum löndum í Vestur- og Mið-Afríku. Í henni kemur meðal annars fram að nokkrar breytur valda því að fólk flýr heimaland sitt, aðrar en fátækt. Talið er að rekja megi ferðir ungs fólks og barna til hraðrar fólksfjölgunar, straums fólks til borga af landsbyggðinni, efnahagslegrar misskiptingar, langvarandi átaka, og vanmáttar stofnana til að styðja við þá samfélagshópa sem minnst mega sín. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við stúlku sem er kölluð Joy. Hún er frá Nígeríu og ætlaði til Evrópu til að vinna sem hárgreiðslukona en endaði í mansali og vændi á Ítalíu.Loftslagsbreytingar hafa einnig mikil áhrif á ferðir fólks í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að hitastig á þessu svæði muni hækka um þrjár til fjórar gráður á þessari öld, sem er um helmingi meiri hækkun en annars staðar í heiminum. Flóð og þurrkar hafa áhrif á lifibrauð hópa. Spenna vegna skorts á auðlindum fyrir búfénað hafa leitt til átaka sums staðar í dreifbýli, sem veldur því að fólk flyst í borgir. Í skýrslunni kemur einnig fram að á svæðinu skorti úrræði til að vernda börn á flótta eða faraldsfæti. Fleiri en sjö milljónir barna eru þar nú á ferðinni. Börn eru helmingur þeirra sem eru á ferðinni og þeim fer stöðugt fjölgandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Mustapha sem er frá Gambíu. Hann var handtekinn í Líbíu á leið sinni til Evrópu.Barnahjálpin segir að 65 milljónir barna séu á flótta eða faraldsfæti um heim allan. Talið er að hundruð þúsunda þeirra séu fylgdarlaus og oft í leit að atvinnu eða fé til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til eftirfarandi aðgerða til að vernda börn:Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum lagalega stöðu í framhaldinu.Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa.
Gambía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira