Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2017 14:22 Útlit er fyrir að lög um upplýsingarétt um umhverfismál hafi verið brotin þegar ákveðið var að upplýsa almenning ekki um bilun í neyðarloku í dælustöð Veitna ohf. við Faxaflóa sem olli saurmengun meðfram strandlengju í Vesturbæ Reykjavíkur. Um 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi flæddu út í hafið á hverri sekúndu við Faxaskjól í Reykjavík í 10 sólarhringa áður en greint var frá biluninni í fjölmiðlum. Í 10. grein laga um upplýsingarétt um umhverfismál segir að stjórnvöldum sé ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Lagaákvæðið er orðað með þeim hætti að stjórnvöld hafa ekki val um að upplýsa almenning að fyrra bragði um skaðlega mengun. Ekki náðist í forsvarsmenn Veitna ehf við vinnslu fréttarinnar til að svara fyrir meint lögbrot. Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Allt að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi hafa runnið í sjóinn á hverri sekúndu frá því að bilunin gerði vart við sig þann 26. júní síðastliðinn.Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur frá því í morgun segir að engin hætta sé á því að saurgerlamengun berist í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur eru opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum þann 6. júlí og skv. staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni þann 7. júlí sl. og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama. Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Útlit er fyrir að lög um upplýsingarétt um umhverfismál hafi verið brotin þegar ákveðið var að upplýsa almenning ekki um bilun í neyðarloku í dælustöð Veitna ohf. við Faxaflóa sem olli saurmengun meðfram strandlengju í Vesturbæ Reykjavíkur. Um 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi flæddu út í hafið á hverri sekúndu við Faxaskjól í Reykjavík í 10 sólarhringa áður en greint var frá biluninni í fjölmiðlum. Í 10. grein laga um upplýsingarétt um umhverfismál segir að stjórnvöldum sé ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Lagaákvæðið er orðað með þeim hætti að stjórnvöld hafa ekki val um að upplýsa almenning að fyrra bragði um skaðlega mengun. Ekki náðist í forsvarsmenn Veitna ehf við vinnslu fréttarinnar til að svara fyrir meint lögbrot. Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Allt að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi hafa runnið í sjóinn á hverri sekúndu frá því að bilunin gerði vart við sig þann 26. júní síðastliðinn.Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur frá því í morgun segir að engin hætta sé á því að saurgerlamengun berist í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur eru opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum þann 6. júlí og skv. staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni þann 7. júlí sl. og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama.
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00