Hryðjuverkaárás við Finsbury Park: Nágrannar lýsa Osborne sem „árásargjörnum“ og „undarlegum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 08:41 Darren Osborne er grunaður um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags. mynd/facebook Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, sem grunaður er um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags er „árásargjarn“ og „undarlegur“ að því er nágrannar hans til fjölda ára segja. Lögreglan gerði húsleit heima hjá Osborne í gær. Einn lést í árásinni og ellefu særðust en Osborne ók sendiferðabíl inn í hóp múslima sem voru að koma frá kvöldbænum í moskum við Finsbury Park. Eftir að hann ók inn í mannfjöldann á Osborne að hafa hrópað „Ég vil drepa alla múslima og nú hef ég gert mitt.“ Að því er fram kemur á vef Guardian á Osborne að hafa sagt 10 ára gömlum nágranna sínum, dreng sem er múslimi, að honum hafi verið hent út af bar eftir að hafa „blótað múslimum og sagt að hann ætlaði að gera einhvern óskunda.“ Osborne er fjögurra barna faðir og sendi fjölskylda hans frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásarinnar. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ Lögreglan telur hins vegar að Osborne hafi tengsl við hægriöfgahópa þó ekki sé vitað mikið um þau. Þetta gefur hins vegar til kynna að árásin hafi verið hatursglæpur. Theresa May, forsætisráðherra, sagði í gær að hatrið og illskan sem sést hefði í árásinni mætti aldrei fá að ráða. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00 Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, sem grunaður er um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags er „árásargjarn“ og „undarlegur“ að því er nágrannar hans til fjölda ára segja. Lögreglan gerði húsleit heima hjá Osborne í gær. Einn lést í árásinni og ellefu særðust en Osborne ók sendiferðabíl inn í hóp múslima sem voru að koma frá kvöldbænum í moskum við Finsbury Park. Eftir að hann ók inn í mannfjöldann á Osborne að hafa hrópað „Ég vil drepa alla múslima og nú hef ég gert mitt.“ Að því er fram kemur á vef Guardian á Osborne að hafa sagt 10 ára gömlum nágranna sínum, dreng sem er múslimi, að honum hafi verið hent út af bar eftir að hafa „blótað múslimum og sagt að hann ætlaði að gera einhvern óskunda.“ Osborne er fjögurra barna faðir og sendi fjölskylda hans frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásarinnar. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ Lögreglan telur hins vegar að Osborne hafi tengsl við hægriöfgahópa þó ekki sé vitað mikið um þau. Þetta gefur hins vegar til kynna að árásin hafi verið hatursglæpur. Theresa May, forsætisráðherra, sagði í gær að hatrið og illskan sem sést hefði í árásinni mætti aldrei fá að ráða.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00 Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46