Kaupmáttur öryrkja Þorsteinn Víglundsson skrifar 23. júní 2017 12:07 Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín, sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 22. júní, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram. Síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi stjórnmála og á almennum vinnumarkaði að hækka kaupmátt lægstu tekjuhópa í samfélaginu. Þeirri stefnu er haldið áfram af þeim sem nú eru við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Í byrjun þessa árs hækkuðu bæði lægstu bætur og lægstu laun í sömu tölu, 280 þúsund kr. Þessar tölur hafa ekki alltaf haldist að, sem dæmi má nefna að 2009 voru lægstu laun umtalsvert lægri en lágmarks framfærsluviðmið. Sé miðað við árið 2009 sem upphafspunkt, líkt og formaður ÖBÍ gerir í grein sinni, má sjá á meðfylgjandi mynd að aukning kaupmáttar öryrkja hefur haldið í við og raunar verið meiri en aukning kaupmáttar lægstu launa og upp á síðkastið hefur kaupmáttaraukning lágmarks framfærsluviðmiðs örorkubóta tekið fram úr launavísitölu í landinu. Í umræðum um fátækt á Alþingi, þann 16. maí síðastliðinn, sagði ég: „Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það skiptir allt saman gríðarlega miklu máli í því að bæta stöðu þessa fátækasta hóps.“Við þessi orð stend ég, hvort sem litið er til þróunar á undanförnum árum, eða litið til framtíðar. Loforð er loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. 22. júní 2017 09:30 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín, sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 22. júní, þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram. Síðustu ár hefur verið unnið að því á vettvangi stjórnmála og á almennum vinnumarkaði að hækka kaupmátt lægstu tekjuhópa í samfélaginu. Þeirri stefnu er haldið áfram af þeim sem nú eru við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Í byrjun þessa árs hækkuðu bæði lægstu bætur og lægstu laun í sömu tölu, 280 þúsund kr. Þessar tölur hafa ekki alltaf haldist að, sem dæmi má nefna að 2009 voru lægstu laun umtalsvert lægri en lágmarks framfærsluviðmið. Sé miðað við árið 2009 sem upphafspunkt, líkt og formaður ÖBÍ gerir í grein sinni, má sjá á meðfylgjandi mynd að aukning kaupmáttar öryrkja hefur haldið í við og raunar verið meiri en aukning kaupmáttar lægstu launa og upp á síðkastið hefur kaupmáttaraukning lágmarks framfærsluviðmiðs örorkubóta tekið fram úr launavísitölu í landinu. Í umræðum um fátækt á Alþingi, þann 16. maí síðastliðinn, sagði ég: „Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði. Það skiptir allt saman gríðarlega miklu máli í því að bæta stöðu þessa fátækasta hóps.“Við þessi orð stend ég, hvort sem litið er til þróunar á undanförnum árum, eða litið til framtíðar. Loforð er loforð.
Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. 22. júní 2017 09:30