Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:00 Endurnýjanlegir orkugjafar framleiddu 23,7% raforku í heiminum árið 2015 en þurfa að ná 30% árið 2020, samkvæmt hópnum. Vísir/EPA Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira