Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:00 Endurnýjanlegir orkugjafar framleiddu 23,7% raforku í heiminum árið 2015 en þurfa að ná 30% árið 2020, samkvæmt hópnum. Vísir/EPA Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira