Tuttugu ár frá „flensuleiknum“ fræga hjá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 20:00 Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli eftir að Jordan hafði gert út um leikinn með þriggja stiga körfu. Vísir/Getty Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma. Þar má telja alla titlana, öll stigin, öll verðlaunin og öll tilþrifin en hafi hann einhvern tímann sýnt hversu harður hann var þá var það í Salt Lake City 11. júní 1997. Í dag eru nefnilega liðin tuttugu ár frá því að Jordan spilaði einn eftirminnilegasta leikinn sinn á mögnuðum ferli eða leikinn þar sem hann spilaði fárveikur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan var 2-2 í úrslitaeinvíginu og Utah Jazz liðið var á heimavelli. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð og hafði með því jafnað einvígið. Jordan skoraði „bara“ 24 stig eða meðaltali í þessum tveimur leikjum sem þótti lítið hjá kappanum á stóra sviðinu. Chicago Bulls mátti því helst ekki tapa ætlaði liðið sér að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chicago sem lenti fjórtán stigum undir í fyrsta leikhlutanum. Það fór ekki framhjá neinum að hann var veikur, máttlaus og kraftlaus. Jordan sýndi hinsvegar mikinn viljastyrk, neitaði að gefast upp þrátt fyrir veikindin og slæma stöðu í leiknum. Hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og kom Chicago liðinu aftur inn í leikinn. Jordan átti líka nóg eftir til að gera út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 12 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna sem gerði út um leikinn. Jordan spilaði því ekki bara veikur þetta kvöld heldur spilaði hann frábærlega og næstum því allan leikinn. Jordan lék alls í 44 mínútur og var á þeim með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen fékk mikið hrós fyrir varnarleik sinn í þessum leik en Phil Jackson hélt því fram að Pippen hafi nánast spilað vörn fyrir tvo svo að Jordan hefði sem mesta orku i sókninni. Jordan var frábær í sóknarleiknum, skoraði tvöfalt meira en næststigahæsti maður vallarins sem var Karl Malone hjá Utah Jazz með 19 stig og aðeins einn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um þennan fræga flensuleik Michael Jordan fyrir nákvæmlega tveimur áratugum síðan. Þar má finna viðtöl við Jordan sjálfan, þjálfarann Phil Jackson sem og liðsfélaga hans í leiknum. NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma. Þar má telja alla titlana, öll stigin, öll verðlaunin og öll tilþrifin en hafi hann einhvern tímann sýnt hversu harður hann var þá var það í Salt Lake City 11. júní 1997. Í dag eru nefnilega liðin tuttugu ár frá því að Jordan spilaði einn eftirminnilegasta leikinn sinn á mögnuðum ferli eða leikinn þar sem hann spilaði fárveikur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan var 2-2 í úrslitaeinvíginu og Utah Jazz liðið var á heimavelli. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð og hafði með því jafnað einvígið. Jordan skoraði „bara“ 24 stig eða meðaltali í þessum tveimur leikjum sem þótti lítið hjá kappanum á stóra sviðinu. Chicago Bulls mátti því helst ekki tapa ætlaði liðið sér að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chicago sem lenti fjórtán stigum undir í fyrsta leikhlutanum. Það fór ekki framhjá neinum að hann var veikur, máttlaus og kraftlaus. Jordan sýndi hinsvegar mikinn viljastyrk, neitaði að gefast upp þrátt fyrir veikindin og slæma stöðu í leiknum. Hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og kom Chicago liðinu aftur inn í leikinn. Jordan átti líka nóg eftir til að gera út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 12 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna sem gerði út um leikinn. Jordan spilaði því ekki bara veikur þetta kvöld heldur spilaði hann frábærlega og næstum því allan leikinn. Jordan lék alls í 44 mínútur og var á þeim með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen fékk mikið hrós fyrir varnarleik sinn í þessum leik en Phil Jackson hélt því fram að Pippen hafi nánast spilað vörn fyrir tvo svo að Jordan hefði sem mesta orku i sókninni. Jordan var frábær í sóknarleiknum, skoraði tvöfalt meira en næststigahæsti maður vallarins sem var Karl Malone hjá Utah Jazz með 19 stig og aðeins einn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um þennan fræga flensuleik Michael Jordan fyrir nákvæmlega tveimur áratugum síðan. Þar má finna viðtöl við Jordan sjálfan, þjálfarann Phil Jackson sem og liðsfélaga hans í leiknum.
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira