NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 11:15 Megyn Kelly hætti á Fox News fyrr á þessu ári og réð sig til NBC. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017 Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48