Voru þrælarnir auðlind? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2017 07:00 Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.Blökkumenn flokkaðir með dýrum Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo. Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd. Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.Falleg orð með vafasamri merkingu Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“ Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?Sjálfbærnin í verki Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk. Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!? Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma. Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!Skapaði minkurinn sig sjálfur? Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir. Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa. Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.Blökkumenn flokkaðir með dýrum Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo. Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd. Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.Falleg orð með vafasamri merkingu Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“ Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?Sjálfbærnin í verki Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk. Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!? Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma. Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!Skapaði minkurinn sig sjálfur? Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir. Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa. Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun