Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 19:30 Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron." Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron."
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira