„Þetta á að rannsaka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 12:18 Jón Þór Ólafsson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn með vantraustsyfirlýsingu á dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm „Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðum á Alþingi í dag um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Hann vill að málinu verði vísað aftur til ráðherra til frekari rökstuðnings og gagnrýnir meirihlutann fyrir að ætla að keyra málið í gegnum þingið til þess eins að ná að klára starfsáætlun fyrir sumarfrí. „Við þurftum að hóta málþófi hérna í gær til að fá þetta á dagskrá hérna í dagsbirtu. Forseti Alþingis þurfti að beygja sig undir það að ná ekki sínum markmiðum að klára starfsáætlun,“ sagði Jón Þór. Það muni hvorki auka traust á dómskerfið né stjórnkerfið. „Þetta er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á dómskerfi landsins. Það virðist vera alveg ljóst að það á að keyra þetta í gegn. En þá er þingið ekkert búið. Þingið hefur heimildir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur heimildir til þess að kanna ákvarðanir og verklag ráðherra sem eftirlitshlutverk Alþingis.“ Þingið kom saman klukkan ellefu í morgun og freistar þess að afgreiða skipan dómaranna í dag. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Hann minnti þingheim á að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi kýs dómara og því væri um sögulega stund að ræða. Þá sagði hann meirihlutann telja að Sigríður hafi fylgt lögum með skipan dómaranna enda geri lögin beinlínis ráð fyrir því að ráðherra megi bregða frá tillögum hæfnisnefndarinnar. „Þetta skiptir máli í umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar til þess að undirstrika að lögin gera beinlínis ráð fyrir þeim möguleika að ráðherra víki í einhverjum tilvikum frá niðurstöðu dómnefndarinnar en í opinberri umræðu hefur því stundum verið fleygt að ráðherra sé með einhverjum hætti bundinn fortakslaust af niðurstöðu dómnefndarinnar,“ sagði Birgir, og lagði í framhaldinu til að Alþingi samþykki tillöguna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðum á Alþingi í dag um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Hann vill að málinu verði vísað aftur til ráðherra til frekari rökstuðnings og gagnrýnir meirihlutann fyrir að ætla að keyra málið í gegnum þingið til þess eins að ná að klára starfsáætlun fyrir sumarfrí. „Við þurftum að hóta málþófi hérna í gær til að fá þetta á dagskrá hérna í dagsbirtu. Forseti Alþingis þurfti að beygja sig undir það að ná ekki sínum markmiðum að klára starfsáætlun,“ sagði Jón Þór. Það muni hvorki auka traust á dómskerfið né stjórnkerfið. „Þetta er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á dómskerfi landsins. Það virðist vera alveg ljóst að það á að keyra þetta í gegn. En þá er þingið ekkert búið. Þingið hefur heimildir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur heimildir til þess að kanna ákvarðanir og verklag ráðherra sem eftirlitshlutverk Alþingis.“ Þingið kom saman klukkan ellefu í morgun og freistar þess að afgreiða skipan dómaranna í dag. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Hann minnti þingheim á að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi kýs dómara og því væri um sögulega stund að ræða. Þá sagði hann meirihlutann telja að Sigríður hafi fylgt lögum með skipan dómaranna enda geri lögin beinlínis ráð fyrir því að ráðherra megi bregða frá tillögum hæfnisnefndarinnar. „Þetta skiptir máli í umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar til þess að undirstrika að lögin gera beinlínis ráð fyrir þeim möguleika að ráðherra víki í einhverjum tilvikum frá niðurstöðu dómnefndarinnar en í opinberri umræðu hefur því stundum verið fleygt að ráðherra sé með einhverjum hætti bundinn fortakslaust af niðurstöðu dómnefndarinnar,“ sagði Birgir, og lagði í framhaldinu til að Alþingi samþykki tillöguna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53
Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00