Lög brotin í meðferð Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 6. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00