Tók Durant bara tvo leiki að skora meira en Barnes gerði í öllu úrslitaeinvíginu í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2017 17:00 Kevin Durant. Vísir/Getty Golden State warriors er komið í 2-0 á móti Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar og enginn hefur spilað betur í þessum fyrstu tveimur leikjunum en Kevin Durant. Golden State missti niður 3-1 forystu á móti Cleveland í fyrra og þar með titilinn til LeBron James og félaga. Stærsta breytingin á liði Golden State frá því í fyrra er að nú byrjar Kevin Durant sem lítill framherji í stað Harrison Barnes sem var í byrjunarliðinu í fyrra. Kevin Durant hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígisins þar sem hann er með 35,5 stig, 11,0 fráköst, 7,0 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. Durant hefur hitt úr 56 prósent skota sinna utan af velli, 50 prósent þriggja stiga skota sinna og svo 91 prósent vítaskotanna. Það efast enginn um að Kevin Durant sé mun betri leikmaður en Harrison Barnes sem fór frá Golden State síðasta sumar og samdi við Dallas Mavericks. Það er samt gott dæmi um aukið framlag með komu Durant að hann er þegar búinn að skora meira, gefa fleiri stoðsendingar, fá fleiri víti og verja fleiri skot en Harrison Barnes í öllum sjö leikjum úrslitaeinvígisins í fyrra. Harrison Barnes var þá „bara“ með 9,3 stig, 4,4 fráköst, 1,4 stoðsendingar og 0,4 varin skot að meðaltali í leik. Hann hitti auk þess aðeins úr 35 prósent skota sinna. Það besta við komu Kevin Durant er að Steph Curry hefur spilað vel við hlið hans og þeir eru búnir að mynda svakalegt tvíeyki sem er nánast ómögulegt að stoppa. Næsti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram annað kvöld en sá verður spilaður á heimavelli Cleveland. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport frá eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Golden State warriors er komið í 2-0 á móti Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar og enginn hefur spilað betur í þessum fyrstu tveimur leikjunum en Kevin Durant. Golden State missti niður 3-1 forystu á móti Cleveland í fyrra og þar með titilinn til LeBron James og félaga. Stærsta breytingin á liði Golden State frá því í fyrra er að nú byrjar Kevin Durant sem lítill framherji í stað Harrison Barnes sem var í byrjunarliðinu í fyrra. Kevin Durant hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígisins þar sem hann er með 35,5 stig, 11,0 fráköst, 7,0 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. Durant hefur hitt úr 56 prósent skota sinna utan af velli, 50 prósent þriggja stiga skota sinna og svo 91 prósent vítaskotanna. Það efast enginn um að Kevin Durant sé mun betri leikmaður en Harrison Barnes sem fór frá Golden State síðasta sumar og samdi við Dallas Mavericks. Það er samt gott dæmi um aukið framlag með komu Durant að hann er þegar búinn að skora meira, gefa fleiri stoðsendingar, fá fleiri víti og verja fleiri skot en Harrison Barnes í öllum sjö leikjum úrslitaeinvígisins í fyrra. Harrison Barnes var þá „bara“ með 9,3 stig, 4,4 fráköst, 1,4 stoðsendingar og 0,4 varin skot að meðaltali í leik. Hann hitti auk þess aðeins úr 35 prósent skota sinna. Það besta við komu Kevin Durant er að Steph Curry hefur spilað vel við hlið hans og þeir eru búnir að mynda svakalegt tvíeyki sem er nánast ómögulegt að stoppa. Næsti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram annað kvöld en sá verður spilaður á heimavelli Cleveland. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport frá eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira