Leikmenn Warriors ætla ekki að láta 16-0 umræðuna trufla sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:00 Draymond Green er hér ið það að taka frákast í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna. NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira