„Ég vil bara að þetta hætti“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:00 Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til. Líkt og aðra morgna hjólaði Arnar Máni stutta leið í skólann á þriðjudaginn. Leiðin var næstum hálfnuð þegar hann hjólaði yfir hraðahindrun og dekkið losnaði frá með hrikalegum afleiðingum. „Ég var bara að bruna niður brekkuna í skólann. Síðan ætlaði ég að stökkva niður hraðahindrun. Þá datt framdekkið af og ég steypist á andlitið og rann og hljóp yfir í næsta hús," segir Arnar Máni Andersen. Arnar lenti beint á höfðinu og rann þannig með fram götunni. Sem betur fer var hann með hjálm á höfði en hjálmurinn brotnaði og er illa farinn eftir slysið. „Hann rennur mjög illa og það flagnar allt upp innan úr vörinni, það kemur gat á efri vörina og skurður á enni. Síðan held ég líka að sálartetrið hafi verið lostið í gær," segir Katrín Rafnsdóttir, móðir Arnars. Eftir atvikið heyrðu mæðginin af því að atvikið væri ekki einangrað og að eitthvað væri um að krakkar væru að losa um dekkin hjá skólafélögum. Þá hafi annað tilvik komið upp á Akranesi og að mál af þessu tagi komi reglulega upp erlendis. Hún telur alveg ljóst að dekkið hafi ekki losnað af sjálfu sér þar sem mikið handafl þarf til verksins. „Félagi hans hefur líka lent í þessu en sá það í tæka tíð og bað mömmu sína um að koma og ná í sig," segir Katrín. Móðirin hafði samband við skólann en skólastjórnendur höfðu ekki heyrt af þessu. Til stendur að fara yfir myndavélar og athuga hvort eitthvað grunsamlegt sjáist. Hún segist þó ekki vera að leita af sökudólgum. „Ég vil bara að þetta hætti. Svo að aðrir lendi ekki í þessu eða einhverju verra," segir Katrín. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til. Líkt og aðra morgna hjólaði Arnar Máni stutta leið í skólann á þriðjudaginn. Leiðin var næstum hálfnuð þegar hann hjólaði yfir hraðahindrun og dekkið losnaði frá með hrikalegum afleiðingum. „Ég var bara að bruna niður brekkuna í skólann. Síðan ætlaði ég að stökkva niður hraðahindrun. Þá datt framdekkið af og ég steypist á andlitið og rann og hljóp yfir í næsta hús," segir Arnar Máni Andersen. Arnar lenti beint á höfðinu og rann þannig með fram götunni. Sem betur fer var hann með hjálm á höfði en hjálmurinn brotnaði og er illa farinn eftir slysið. „Hann rennur mjög illa og það flagnar allt upp innan úr vörinni, það kemur gat á efri vörina og skurður á enni. Síðan held ég líka að sálartetrið hafi verið lostið í gær," segir Katrín Rafnsdóttir, móðir Arnars. Eftir atvikið heyrðu mæðginin af því að atvikið væri ekki einangrað og að eitthvað væri um að krakkar væru að losa um dekkin hjá skólafélögum. Þá hafi annað tilvik komið upp á Akranesi og að mál af þessu tagi komi reglulega upp erlendis. Hún telur alveg ljóst að dekkið hafi ekki losnað af sjálfu sér þar sem mikið handafl þarf til verksins. „Félagi hans hefur líka lent í þessu en sá það í tæka tíð og bað mömmu sína um að koma og ná í sig," segir Katrín. Móðirin hafði samband við skólann en skólastjórnendur höfðu ekki heyrt af þessu. Til stendur að fara yfir myndavélar og athuga hvort eitthvað grunsamlegt sjáist. Hún segist þó ekki vera að leita af sökudólgum. „Ég vil bara að þetta hætti. Svo að aðrir lendi ekki í þessu eða einhverju verra," segir Katrín.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira