„Ég vil bara að þetta hætti“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:00 Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til. Líkt og aðra morgna hjólaði Arnar Máni stutta leið í skólann á þriðjudaginn. Leiðin var næstum hálfnuð þegar hann hjólaði yfir hraðahindrun og dekkið losnaði frá með hrikalegum afleiðingum. „Ég var bara að bruna niður brekkuna í skólann. Síðan ætlaði ég að stökkva niður hraðahindrun. Þá datt framdekkið af og ég steypist á andlitið og rann og hljóp yfir í næsta hús," segir Arnar Máni Andersen. Arnar lenti beint á höfðinu og rann þannig með fram götunni. Sem betur fer var hann með hjálm á höfði en hjálmurinn brotnaði og er illa farinn eftir slysið. „Hann rennur mjög illa og það flagnar allt upp innan úr vörinni, það kemur gat á efri vörina og skurður á enni. Síðan held ég líka að sálartetrið hafi verið lostið í gær," segir Katrín Rafnsdóttir, móðir Arnars. Eftir atvikið heyrðu mæðginin af því að atvikið væri ekki einangrað og að eitthvað væri um að krakkar væru að losa um dekkin hjá skólafélögum. Þá hafi annað tilvik komið upp á Akranesi og að mál af þessu tagi komi reglulega upp erlendis. Hún telur alveg ljóst að dekkið hafi ekki losnað af sjálfu sér þar sem mikið handafl þarf til verksins. „Félagi hans hefur líka lent í þessu en sá það í tæka tíð og bað mömmu sína um að koma og ná í sig," segir Katrín. Móðirin hafði samband við skólann en skólastjórnendur höfðu ekki heyrt af þessu. Til stendur að fara yfir myndavélar og athuga hvort eitthvað grunsamlegt sjáist. Hún segist þó ekki vera að leita af sökudólgum. „Ég vil bara að þetta hætti. Svo að aðrir lendi ekki í þessu eða einhverju verra," segir Katrín. Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til. Líkt og aðra morgna hjólaði Arnar Máni stutta leið í skólann á þriðjudaginn. Leiðin var næstum hálfnuð þegar hann hjólaði yfir hraðahindrun og dekkið losnaði frá með hrikalegum afleiðingum. „Ég var bara að bruna niður brekkuna í skólann. Síðan ætlaði ég að stökkva niður hraðahindrun. Þá datt framdekkið af og ég steypist á andlitið og rann og hljóp yfir í næsta hús," segir Arnar Máni Andersen. Arnar lenti beint á höfðinu og rann þannig með fram götunni. Sem betur fer var hann með hjálm á höfði en hjálmurinn brotnaði og er illa farinn eftir slysið. „Hann rennur mjög illa og það flagnar allt upp innan úr vörinni, það kemur gat á efri vörina og skurður á enni. Síðan held ég líka að sálartetrið hafi verið lostið í gær," segir Katrín Rafnsdóttir, móðir Arnars. Eftir atvikið heyrðu mæðginin af því að atvikið væri ekki einangrað og að eitthvað væri um að krakkar væru að losa um dekkin hjá skólafélögum. Þá hafi annað tilvik komið upp á Akranesi og að mál af þessu tagi komi reglulega upp erlendis. Hún telur alveg ljóst að dekkið hafi ekki losnað af sjálfu sér þar sem mikið handafl þarf til verksins. „Félagi hans hefur líka lent í þessu en sá það í tæka tíð og bað mömmu sína um að koma og ná í sig," segir Katrín. Móðirin hafði samband við skólann en skólastjórnendur höfðu ekki heyrt af þessu. Til stendur að fara yfir myndavélar og athuga hvort eitthvað grunsamlegt sjáist. Hún segist þó ekki vera að leita af sökudólgum. „Ég vil bara að þetta hætti. Svo að aðrir lendi ekki í þessu eða einhverju verra," segir Katrín.
Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira