Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 10:15 Steph Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið. NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið.
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira