Costco og eftirpartý í eldhúsdagsumræðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2017 07:00 "Björt framtíð virðist svo vera orðin útibú frá Viðreisn,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni í gær. Hér sést formaður Viðreisnar gauka einhverju að formanni Bjartrar framtíðar á eldhúsdeginum í gær. vísir/stefán Þingmenn héldu eldhúsdaginn hátíðlegan í gærkvöldi. Venju samkvæmt baunuðu stjórnarandstæðingar á stjórnarþingmenn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reið á vaðið og líkti stjórnarmyndunarviðræðunum við kvöld á barnum þar sem stjórnarflokkarnir hefðu farið heim saman í eftirpartý. „Þegar partýið loksins hefst hefur þreytan náð yfirhöndinni, enginn man lengur væntingarnar frá fyrr í kvöld, […], sumir eru svolítið fúlir með að hafa lent í þessu partýi en ekki einhverju öðru. Og húsráðandinn er ekki einu sinni heima,“ sagði Katrín undir hlátrasköllum þingheims. Vísar hún þar til þess að Bjarni Benediktsson er um þessar mundir staddur í Björgvin á fundi norrænna forsætisráðherra. „Það er enn þá stjórnarkreppa á Íslandi. Hjálparflokkar Sjálfstæðisflokksins eru í kreppu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, samflokkskona Katrínar, í sinni ræðu. Skömmu áður hafði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokks, sagt óhyggilegt að „hafa hestaskipti í miðri á, hvað þá að reyna það þegar enginn annar hestur er tiltækur“. Þingmönnum var tíðrætt um heilbrigðismálin, stöðu krónunnar, hvort stjórnin ætlaði sér frekari einkavæðingu í menntakerfinu og fjármálaáætlun stjórnarinnar. Þá gerði fjármálaráðherra starfshætti þingsins að umræðuefni. „Enn meira gagn væri að umræðum á Alþingi, ef þingmenn temdu sér þá vinnureglu að tala ekki nema þeir teldu sig eitthvað hafa til málanna að leggja, nýttu ekki alltaf þann tíma sem þeir hafa lengstan, heldur einbeittu sér að því að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt,“ sagði Benedikt. Koma Costco hefur verið talsvert milli tanna landans undanfarna daga og var hún einnig milli tannanna á þingmönnum. Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, vék örsnöggt að því að Íslendingar hefðu verið að slá höfðatöluheimsmet í verslun við Costco en verslunin var fyrirferðarmeiri í ræðu Píratans Birgittu Jónsdóttur. „Það er stórmerkilegt að sjá þessa skyndilegu og auknu neytendavitund og meðvitundina um þann mátt samstöðu sem fólk er að fatta. Næsta bylgja samstöðu og hjálpsemi af þessu tagi gæti auðveldlega orðið um laun og launatengd réttindi, nú þegar margir samningar losna,“ sagði Birgitta. Í fyrsta sinn fluttu innflytjendur af fyrstu kynslóð ræður á eldhúsdegi. Pawel Bartozsek, Viðreisn, reið á vaðið en Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð, lokaði eldhúsdeginum með tilfinningaþrunginni ræðu. „Þegar ég flutti hingað fyrir 16 árum síðan starfaði ég eins og flestir innflytjendur sem ræstitæknir því það var ekkert annað í boði fyrir manneskju eins og mig sem talaði næstum enga íslensku. Ég einangraðist og mætti fordómum oft og víða. En mjög margt hefur breyst og nú stend ég hér, þökk sé íslenska menntakerfinu,“ sagði Nichole. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þingmenn héldu eldhúsdaginn hátíðlegan í gærkvöldi. Venju samkvæmt baunuðu stjórnarandstæðingar á stjórnarþingmenn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reið á vaðið og líkti stjórnarmyndunarviðræðunum við kvöld á barnum þar sem stjórnarflokkarnir hefðu farið heim saman í eftirpartý. „Þegar partýið loksins hefst hefur þreytan náð yfirhöndinni, enginn man lengur væntingarnar frá fyrr í kvöld, […], sumir eru svolítið fúlir með að hafa lent í þessu partýi en ekki einhverju öðru. Og húsráðandinn er ekki einu sinni heima,“ sagði Katrín undir hlátrasköllum þingheims. Vísar hún þar til þess að Bjarni Benediktsson er um þessar mundir staddur í Björgvin á fundi norrænna forsætisráðherra. „Það er enn þá stjórnarkreppa á Íslandi. Hjálparflokkar Sjálfstæðisflokksins eru í kreppu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, samflokkskona Katrínar, í sinni ræðu. Skömmu áður hafði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokks, sagt óhyggilegt að „hafa hestaskipti í miðri á, hvað þá að reyna það þegar enginn annar hestur er tiltækur“. Þingmönnum var tíðrætt um heilbrigðismálin, stöðu krónunnar, hvort stjórnin ætlaði sér frekari einkavæðingu í menntakerfinu og fjármálaáætlun stjórnarinnar. Þá gerði fjármálaráðherra starfshætti þingsins að umræðuefni. „Enn meira gagn væri að umræðum á Alþingi, ef þingmenn temdu sér þá vinnureglu að tala ekki nema þeir teldu sig eitthvað hafa til málanna að leggja, nýttu ekki alltaf þann tíma sem þeir hafa lengstan, heldur einbeittu sér að því að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt,“ sagði Benedikt. Koma Costco hefur verið talsvert milli tanna landans undanfarna daga og var hún einnig milli tannanna á þingmönnum. Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, vék örsnöggt að því að Íslendingar hefðu verið að slá höfðatöluheimsmet í verslun við Costco en verslunin var fyrirferðarmeiri í ræðu Píratans Birgittu Jónsdóttur. „Það er stórmerkilegt að sjá þessa skyndilegu og auknu neytendavitund og meðvitundina um þann mátt samstöðu sem fólk er að fatta. Næsta bylgja samstöðu og hjálpsemi af þessu tagi gæti auðveldlega orðið um laun og launatengd réttindi, nú þegar margir samningar losna,“ sagði Birgitta. Í fyrsta sinn fluttu innflytjendur af fyrstu kynslóð ræður á eldhúsdegi. Pawel Bartozsek, Viðreisn, reið á vaðið en Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð, lokaði eldhúsdeginum með tilfinningaþrunginni ræðu. „Þegar ég flutti hingað fyrir 16 árum síðan starfaði ég eins og flestir innflytjendur sem ræstitæknir því það var ekkert annað í boði fyrir manneskju eins og mig sem talaði næstum enga íslensku. Ég einangraðist og mætti fordómum oft og víða. En mjög margt hefur breyst og nú stend ég hér, þökk sé íslenska menntakerfinu,“ sagði Nichole.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25
Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58
Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19
Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16