Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. maí 2017 12:30 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. „Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32