Fleiri hafa fengið vitlausa lyfjaskammta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. maí 2017 06:00 Tveggja ára stúlku sem var ávísað röngum lyfjaskammti er að batna, en hún er undir eftirliti á Barnaspítala Hringsins, að sögn móðurinnar. Mynd/Sigríður Ákadóttir „Við fengum tilkynningu um atvikið frá Barnaspítala Hringsins og höfum strax brugðist við,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og vísar þar í mál tveggja ára stúlku sem var í síðustu viku ávísað ofnæmislyfinu Atarax í margfaldri skammtastærð og Fréttablaðið greindi fyrst frá. Lyfjaskammturinn hefði getað verið banvænn. „Við sendum erindi á Lyfjastofnun og báðum um að þeir veki athygli lyfsala á því að gæta að því hvort skammtar eru eðlilegir eða ekki. Þá sendum við teymisstjóra rafrænnar sjúkraskrár ábendingu um að það vanti viðvörun í kerfið. Þegar ávísaður skammtur er að einhverju leyti frábrugðinn því sem vant er þá ætti að koma upp viðvörun og með sérstakri áherslu á börn. Ég ímynda mér að viðvörunin gæti verið með þeim hætti að læknirinn sé spurður hvort hann sé viss um að hann ætli að ávísa þessu lyfi í þessum skammti. Það er það sem er hægt að gera að okkar mati, bæta þetta rafræna kerfi,“ segir Anna Björg sem bendir á að mistökin geti verið fleiri og af öðrum meiði. „Það er líka hægt að fara línuvillt í ávísun lyfja. Við höfum nýlegt dæmi um það. Það hafði engar afleiðingar,“ ítrekar Anna Björg en segir þó að málið hafi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Þá kom upp áþekkt atvik og í tilviki barnsins á heilsugæslustöð á síðasta ári. „Læknir ávísaði lyfi á barn í röngum skammti. Þá voru einnig valdar töflur í stað mixtúru,“ segir Anna Björg og segir atvikið ekki hafa haft afleiðingar á heilsu þess barns. Fjögur til fimm tilvik hafi verið tilkynnt til landlæknisembættisins á síðustu árum. „Þar var rangt lyf valið eða vitlaust form á lyfseðli. Í þessum tilvikum fóru mistökin líka fram hjá lyfsölum,“ segir Anna Björg. En hver ber ábyrgðina skyldi þetta henda aftur og hafa afleiðingar á heilsu fólks? „Ábyrgðin er tvíþætt. Læknir ber ábyrgð á sinni ávísun en lyfjafræðingur bera líka ábyrgð á því að tryggja að það sé ekkert rangt í lyfjagjöfinni,“ segir Anna Björg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
„Við fengum tilkynningu um atvikið frá Barnaspítala Hringsins og höfum strax brugðist við,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og vísar þar í mál tveggja ára stúlku sem var í síðustu viku ávísað ofnæmislyfinu Atarax í margfaldri skammtastærð og Fréttablaðið greindi fyrst frá. Lyfjaskammturinn hefði getað verið banvænn. „Við sendum erindi á Lyfjastofnun og báðum um að þeir veki athygli lyfsala á því að gæta að því hvort skammtar eru eðlilegir eða ekki. Þá sendum við teymisstjóra rafrænnar sjúkraskrár ábendingu um að það vanti viðvörun í kerfið. Þegar ávísaður skammtur er að einhverju leyti frábrugðinn því sem vant er þá ætti að koma upp viðvörun og með sérstakri áherslu á börn. Ég ímynda mér að viðvörunin gæti verið með þeim hætti að læknirinn sé spurður hvort hann sé viss um að hann ætli að ávísa þessu lyfi í þessum skammti. Það er það sem er hægt að gera að okkar mati, bæta þetta rafræna kerfi,“ segir Anna Björg sem bendir á að mistökin geti verið fleiri og af öðrum meiði. „Það er líka hægt að fara línuvillt í ávísun lyfja. Við höfum nýlegt dæmi um það. Það hafði engar afleiðingar,“ ítrekar Anna Björg en segir þó að málið hafi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Þá kom upp áþekkt atvik og í tilviki barnsins á heilsugæslustöð á síðasta ári. „Læknir ávísaði lyfi á barn í röngum skammti. Þá voru einnig valdar töflur í stað mixtúru,“ segir Anna Björg og segir atvikið ekki hafa haft afleiðingar á heilsu þess barns. Fjögur til fimm tilvik hafi verið tilkynnt til landlæknisembættisins á síðustu árum. „Þar var rangt lyf valið eða vitlaust form á lyfseðli. Í þessum tilvikum fóru mistökin líka fram hjá lyfsölum,“ segir Anna Björg. En hver ber ábyrgðina skyldi þetta henda aftur og hafa afleiðingar á heilsu fólks? „Ábyrgðin er tvíþætt. Læknir ber ábyrgð á sinni ávísun en lyfjafræðingur bera líka ábyrgð á því að tryggja að það sé ekkert rangt í lyfjagjöfinni,“ segir Anna Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira