Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2017 21:45 Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur með ógnarhraða á næstu árum. Þetta segir Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í fréttum Stöðvar 2 og hvetur sveitarstjórnarmenn til að hugsa málin upp á nýtt. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen kynnti nýlega sjálfkeyrandi rafbílinn Sedric en margir telja að með slíkum sjálfrennireiðum hylli undir samgöngubyltingu, eins og lesa má um í skýrslu RethinkX. Með framþróun í rafhlöðum, sjóntækni og gervigreind taki slíkir vagnar yfir stóran hluta fólksflutninga.Volkswagen kynnti Sedric á bílasýningu í Sviss fyrir tveimur mánuðum.Mynd/Volkswagen Group.Rekstrarhagfræðingurinn Frosti Sigurjónsson segir nýjustu spár gera ráð fyrir að þetta gerist mjög hratt. Nú líti út fyrir að sjálfakandi rafbílar verði komnir á göturnar árið 2020. „Og þeim muni fjölga með ógnarhraða eftir það, miklu hraðar en ný tækni venjulega. Þetta verði svokölluð umbylting bílgreinarinnar,” segir Frosti. Hann telur sjálfakandi leigubíla taka yfir almenningssamgöngur. Það verði ódýrara og þægilegra fyrir fólk að fá slíkan rafbíl beint heim að dyrum fremur en að nýta sér kerfi almenningsvagna í núverandi mynd með tilheyrandi biðstöðvum. „Það þurfa að vera stoppistöðvar þar sem við geymum fólk, farþegana, á lager. Þeir þurfa að bíða í sjö mínútur eða tíu mínútur, - eða í hálftíma um helgar. Allt þetta er úrelt. Við eigum ekki að þurfa að hafa þessa framtíðarsýn. Hún er fortíðin.” Á sama hátt sé fluglest til Keflavíkur óþarfa sóun. Markmiðum um minni mengun, öryggi og góða þjónustu sé öllum hægt að ná með sjálfakandi rafknúnum leigubílum, að mati Frosta. „Það er bara framtíðin sem er að koma. Og það væri mjög sorglegt að daginn sem við erum að opna léttlestakerfið, eða sporvagnakerfið, - búin að eyða í það 50 til 100 milljörðum, - þá komum við í þá opnun á sjálfakandi leigubíl því það ætlar enginn að nota léttlestina, eða léttvagnana. Það væri sorglegt. Endurskoðum þetta. Það er það sem ég segi.” Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur með ógnarhraða á næstu árum. Þetta segir Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í fréttum Stöðvar 2 og hvetur sveitarstjórnarmenn til að hugsa málin upp á nýtt. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen kynnti nýlega sjálfkeyrandi rafbílinn Sedric en margir telja að með slíkum sjálfrennireiðum hylli undir samgöngubyltingu, eins og lesa má um í skýrslu RethinkX. Með framþróun í rafhlöðum, sjóntækni og gervigreind taki slíkir vagnar yfir stóran hluta fólksflutninga.Volkswagen kynnti Sedric á bílasýningu í Sviss fyrir tveimur mánuðum.Mynd/Volkswagen Group.Rekstrarhagfræðingurinn Frosti Sigurjónsson segir nýjustu spár gera ráð fyrir að þetta gerist mjög hratt. Nú líti út fyrir að sjálfakandi rafbílar verði komnir á göturnar árið 2020. „Og þeim muni fjölga með ógnarhraða eftir það, miklu hraðar en ný tækni venjulega. Þetta verði svokölluð umbylting bílgreinarinnar,” segir Frosti. Hann telur sjálfakandi leigubíla taka yfir almenningssamgöngur. Það verði ódýrara og þægilegra fyrir fólk að fá slíkan rafbíl beint heim að dyrum fremur en að nýta sér kerfi almenningsvagna í núverandi mynd með tilheyrandi biðstöðvum. „Það þurfa að vera stoppistöðvar þar sem við geymum fólk, farþegana, á lager. Þeir þurfa að bíða í sjö mínútur eða tíu mínútur, - eða í hálftíma um helgar. Allt þetta er úrelt. Við eigum ekki að þurfa að hafa þessa framtíðarsýn. Hún er fortíðin.” Á sama hátt sé fluglest til Keflavíkur óþarfa sóun. Markmiðum um minni mengun, öryggi og góða þjónustu sé öllum hægt að ná með sjálfakandi rafknúnum leigubílum, að mati Frosta. „Það er bara framtíðin sem er að koma. Og það væri mjög sorglegt að daginn sem við erum að opna léttlestakerfið, eða sporvagnakerfið, - búin að eyða í það 50 til 100 milljörðum, - þá komum við í þá opnun á sjálfakandi leigubíl því það ætlar enginn að nota léttlestina, eða léttvagnana. Það væri sorglegt. Endurskoðum þetta. Það er það sem ég segi.”
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30
Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00
Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06